FH 4-0 KR
1-0 Robbie Crawford(11’)
2-0 Jakup Thomsen(45’)
3-0 Robbie Crawford(54’)
4-0 Þórir Jóhann Helgason(86’)
Það er óhætt að segja að lið FH hafi farið illa með KR er liðin áttust við í Pepsi-deild karla í kvöld.
FH hefur gengið erfiðlega undanfarið en svaraði í kvöld og vann KR örugglega með fjórjum mörkum gegn engu.
Tvö mörk voru gerð í fyrri hálfleik en það gerðu þeir Robbie Crawford og Jakup Thomsen fyrir FH.
Crawford bætti svo við sínu öðru marki snemma í síðari hálfleik áður en Þórir Jóhann Helgason gerði út um leikinn og lokastaðan, 4-0.