James Milner, leikmaður Liverpool á Englandi, ræddi við fyrrum leikmann liðsins í gær, Robbie Fowler.
Milner hefur undanfarin þrjú ár leikið með Liverpool en hann kom til félagsins frá Manchester City.
Fowler ákvað að spyrja Milner út í ferilinn og hvort hann væri að reyna að spila fyrir sömu lið og hann gerði á sínum tíma.
Fowler hóf ferilinn hjá Liverpool áður en hann samdi við Leeds og síðar Manchester City. Sömu lið og Milner hefur leikið fyrir.
,,Leeds, Manchester City og Liverpool, vertu hreinskilinn vinur. Ertu bara að herma eftir mér?” var spurning Fowler.
Milner svaraði þá fyrrum framherjanum en svar hans vakti mikla kátínu hjá stuðningsmönnum Liverpool.
,,Já, kannski. Það eru verri leikmenn sem þú gætir fylgt! En nei, ég held að ég hafi farið þessa leið til að pirra Manchester United,” svaraði Milner.