Sven Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er ekki viss um að Jose Mourinho hafi gert rétt með að biðja um virðingu á blaðamannafundi á mánudag.
Mourinho var skýr eftir 3-0 tap Manchester United gegn Tottenham og bað blaðamenn vinsamlegast um að sýna sér virðingu.
Eriksson er ekki viss um að það hjálpi Portúgalanum og segir að það sé stundum betra að hafa einfaldlega hljótt.
,,Kannski var þetta í lagi, kannski ekki. Ég held samt að hann hafi ekki átt að tjá sig. Þetta á bara að gerast,” sagði Eriksson.
,,Þetta er alltaf svona þegar þú ert gagnrýndur sem þjálfari. Það hefur margoft gerst fyrir mig bæði á Englandi og fyrir utan England. Það er betra að halda kjafti.”