fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Kolbeinn á leið til Panathinaikos?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 10:53

Draumurinn á EM gaf vel í kassann hjá öllum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Nantes í Frakklandi, gæti verið á förum frá franska liðinu. Gríska stórliðið Panathinaikos hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum. Þetta staðfestir Andri Sigþórsson, bróðir og umboðsmaður Kolbeins, í samtali við 433.is.

Kolbeinn virðist ekki vera inni í myndinni hjá Nantes, en eins og kunnugt er hafa undanfarin tvö ár verið erfið fyrir Kolbein sem hefur glímt við meiðsli.

Andri segir að Kolbeinn hafi mikinn áhuga á að ganga í raðir Panathinaikos en boltinn er nú í höndum forráðamanna Nantes. Félagaskiptaglugginn lokar á morgun og því rétt rúmur sólarhringur til stefnu.

Gríska liðið er eitt það stærsta og sögufrægasta í Grikklandi og hefur unnið titilinn þar í landi 20 sinnum, síðast árið 2010.

Helgi Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í fótbolta, lék með gríska liðinu á árunum 1999 til 2001. Skoraði Helgi 10 mörk í 32 leikjum fyrir liðið.

Kolbeinn er orðinn leikfær og er hann til að mynda í leikmannahópi íslenska liðsins fyrir leikina gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni í september. Kolbeinn, sem er 28 ára, hefur spilað 44 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 22 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Í gær

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“