Alan Shearer, fyrrum leikmaður Newcastle, ákvað að skjóta fast á fyrrum samherja sinn hjá enska landsliðinu, Michael Owen.
Owen gaf það út í viðtali í gær að hann hafi ekki getað beðið eftir því að leggja skóna á hilluna síðustu sjö ár ferilsins.
Owen var keyptur til Newcastle á 16 milljónir punda árið 2005 eftir að hafa stoppað stutt hjá Real Madrid.
Owen var fyrirliði Newcastle tímabilið 2008-2009 er liðið féll úr efstu deild en Shearer stýrði liðinu í síðustu átta leikjunum.
Eftir að hafa staðið sig ansi illa í síðustu leikjum tímabilsins ákvað Owen að kveðja Newcastle og semja við Manchester United.
,,Ég er ekki viss um að stuðningsmenn Newcastle, liðsfélagar hans eða yfirmenn vilji þakka honum,“ sagði Shearer um færslu Jake Humphrey á Twitter sem sá um viðtalið við Owen.
Shearer gefur þar í skyn að Owen hafi ekki hjálpað liðinu að halda sér í efstu deild með en hann sagðist sjálfur hafa átt í miklum erfiðleikum með að spila leiki.