Jorginho, leikmaður Chelsea á Englandi, hefur byrjað feril sinn hjá félaginu ansi vel en hann kom í sumar.
Jorginho lék undir stjórn Maurizio Sarri hjá Napoli og fylgdi stjóranum í sumar er hann tók við Chelsea.
Jorginho er og verður fastamaður hjá Sarri en hann er ansi góður með boltann og er sendingargeta hans í hæsta gæðaflokki.
Chelsea mætti Newcastle í dag og vann 2-1 sigur en þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum.
Chelsea var 81 prósent með boltann í sigrinum og átti 913 sendingar gegn aðeins 131 hjá Newcastle.
Jorginho fann samherja alls 158 sinnum í leiknum og átti því fleiri heppnaðar sendingar en allt lið Newcastle.