fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Óli Kristjáns pirraður: Óþolandi að lenda í þessu aftur og aftur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var óánægður með dómgæsluna í kvöld er liðið tapaði 2-0 gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins.

Óli ræddi sérstaklega um atvik sem kom upp í fyrri hálfleik er Jakup Thomsen var að sleppa í gegn en rangstaða var dæmd.

Miðað við endursýningar var dómurinn rangur og segir Óli að svona hlutir hafi gerst allt of oft í sumar.

,,Ég var að spyrja hann út í atvikið í fyrri hálfleik þar sem Jakup er að sleppa í gegn og af hverju það sé flaggað,“ sagði Óli við Stöð 2 Sport en hann ræddi við Pétur dómara eftir leikinn.

,,Hann dæmir rangstöðu en Brynjar Gauti reynir við boltann og þá er komin ný staða og það er ekki rangstaða.“

,,Aðstoðardómarinn setur upp flaggið og Pétur tekur á móti því. Þetta er orðið óþolandi að lenda í þessu aftur og aftur.“

,,Við erum að elta leikinn og erum lið sem er í vandræðum og við eigum ekki enfi á svona. Ég spurði hann bara rólega af hverju hann dæmir rangstöðu.“

,,Samkvæmt bókinni er þetta ekki rangstaða og pirringurinn hjá mér er auðvitað líka því við vinnum ekki leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“