fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Svona leit lið Real út áður en Ronaldo kom – Veist þú hver hann er?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur gert samning við Juventus á Ítalíu og kemur þangað frá Real Madrid á Spáni.

Ronaldo var alls í níu ár hjá Real eftir að hafa komið til félagsins frá Manchester United árið 2009.

Það er skrítið að hugsa til Real án Ronaldo í fremstu víglínu en hann var ótrúlegur á Spáni og raðaði inn mörkum.

Það er athyglisvert að skoða lið Real áður en Ronaldo kom en aðeins Marcelo var í liðinu árið 2009 í 3-1 tapi gegn Osasuna.

Það var síðasti leikur Real áður en Ronaldo kom frá Manchester United en hann var spilaður þann 31. maí.

Varnarmaðurinn Cristoph Kagelmacher spilaði þá sinn eina leik fyrir Real en hann var lengi í varaliði félagsins.

Kagelmacher hefur alls ekki átt neinn draumaferil en hann spilar í dag fyrir lið Kortrjik í Belgíu. Hefur þú heyrt um hann áður?

Hér fyrir neðan má sjá hvernig lið Real leit út.

Markvörður:
Iker Casillas

Varnarmenn:
Michel Salgado
Cristoph Metzelder
Gary Kagelmacher
Miguel Torres

Miðjumenn:
Rafael van der Vaart
Lassana Diarra
Arjen Robben
Marcelo

Framherjar:
Raúl
Gonzalo Higuain

Leikmenn á borð við Javier Saviola, Klaas Jan Huntelaar og hinn skrautlegi Julien Faubert voru á bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park