fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Aron Einar: Ég var aldrei ‘match fit’ á HM

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 22:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var aldrei í leikstandi er HM í Rússlandi fór fram.

Aron staðfesti það sjálfur í viðtali eftir leik Íslands og Króatíu í kvöld en leikurinn tapaðist 2-1 og er Ísland úr leik.

Aron segir að hugurinn hafi komið sér áfram á þessu móti en hann var aldrei í sínu besta formi eftir að hafa meiðst á síðustu leiktíð.

,,Úrslitin voru okkur í hag hefðum við laumað inn einu í viðbót en svona er fótboltinn stundum,“ sagði Aron.

,,Við vissum það að Argentína hafði komist yfir en við fengum á okkur klaufalegt mark. Við þurftum að skora og fórum í þriggja manna vörn og það gekk vel, maður fékk second wind í rauninni og við fengum færi.“

,,Þetta var end to end eins og gamli góði handboltaleikurinn. Við skildum allt eftir á vellinum og getum borið höfuðið hátt og ég vona að Íslendingar séu stoltir af okkur.“

,,Að vera í séns að komast í 16-liða úrslitin á HM, það bjuggust ekki margir við því í þessum riðli.“

,,Við vildum meira. Svekkelsi er orðið yfir þetta. Það er svo mikil trú í þessum hóp og þessum mannskap. Við vissum að við værum að mæta sterkum Króötum en við höfðum trú á að við myndum vinna.“

,,Ég var aldrei match fit. Gamla góða fake it to you make it, þetta var eiginlega þannig dæmi en mér leið alltaf vel inni á vellinum. Ég vissi að adrenalínið og að hausinn kæmi mér í gegnum þessa leiki.“

,,Það dró alveg af mér. Þið sáuð það alveg og ég vissi það sjálfur að það yrði þannig á síðustu mínútunum í leikjunum.“

,,Mér fannst ég vera að fara í betra form bara með hverri mínútu sem leið í dag en ég var klárlega aldrei match fit.“

,,Það var erfitt að vera í þeirri stöðu að vita ekki hvort maður væri klár en ég er ánægður með allt sem gekk á.“

,,Að vera í þessu ástandi að hugsa um að ná ekki HM þá var maður neikvæður á tímum en maður trúði að maður myndi ná þessu. Ég er stoltur að hafa náð þessu en svekktur með að hafa ekki náð lengra.“

,,Hugurinn er bara kominn á EM. Þannig hugsum við. Við svekkjum okkur á þessu í kvöld og tökum 2-3 bjóra og reflectum á þetta en svo er bara undirbúningur fyrir þjóðadeildina og svo ætlum við klárlega að fara aftur á EM.“

,,Að vera á stórmóti er besta upplifun í heimi fyrir utan það kannski að eignast börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Í gær

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Í gær

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum