fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Kári segir að Króatar geti orðið heimsmeistarar

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er óhugnanlega sterkt lið. Það eru engar venjulegar stjörnur í þessu liði. Þeir geta unnið hverja sem er á góðum degi. Þeirra möguleikar? Þeir eru alveg contenders í að vinna mótið,“ sagði varnarmaðurinn sterki, Kári Árnason, á blaðamannafundi í morgun.

Matteo Ciambelli/NurPhoto via Getty Images)

Þar var Kári spurður út í króatíska liðið sem Ísland mætir í Rostov á þriðjudag. Ísland og Króatía hafa mæst oft á undanförnum árum og segir Kári að um sé að ræða frábært lið. Þjálfari Króata hefur gefið til kynna að hann muni hvíla leikmenn gegn Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að Króatar eru komnir áfram í 16-liða úrslit og geta leyft sér það. Kári segir að leikmannahópur Króata sé það sterkur að það skipti engu máli.

„Það að þeir hvíli leikmenn hefur engin áhrif. Þeir eiga frábæra leikmenn á bekknum og eru gott lið. Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á leik þeirra, nema kannski varðandi gæði einstakra leikmanna. Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá,“ sagði hann.

Kári benti á að leikmenn íslenska liðsins væru fullir sjálfstrausts fyrir leikinn gegn Króata og hefðu fulla trú á að þeir gætu unnið þá.

„Við höfum gert það áður og vitum að við getum það. Þeir eru með gríðarlega breiðan hóp þannig að það skiptir litlu hver byrjar. Við höfum unnið þá áður og ætlum okkur að vinna þá aftur,“ sagði Kári en Ísland vann Króata á Laugardalsvelli í undankeppni HM síðasta haust, 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park