fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Blaðamannafundur Heimis í heild sinni – ,,Við erum eins og gift par sem er að reyna að skilja“

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hélt blaðamannafund eftir leik Íslands við Nígeríu á HM í dag.

Íslensku strákarnir þurftu að sætta sig við 2-0 tap í dag en okkar menn hafa oft spilað betur og komu upp spurningar eftir tapið.

Hér má sjá það sem Heimir hafði að segja.

Hvers vegna voru strákarnir ólíkir sjálfum sér í dag?

,,Ég veit það ekki. Þetta var ekki okkar besti leikur. Mér fannst allir vera að reyna sitt besta, hluti getur verið hiti. Argentínuleikurinn tók mikið á. Nígería spilaði þennan leik gríðarlega vel og þeir voru erfiðir við að eiga í dag. Ég skal alveg viðurkenna það að við höfum oft átt betri leiki heldur en í dag.“

Leikurinn við Argentínu var erfiður. Gátu þeir ekki leikið af fullum krafti?

,,Eins og ég sagði áðan. Argentínuleikurinn tók mikið á. Ég held við höfum verið þokkalega tilbúnir í þennan leik. Við vorum sáttir við 0-0 í hálfleik.“

,,Það sem skipti máli var þetta mark sem Nígería skorar. Þeir voru komnir einu marki yfir og það breytti leikmyndinni. Við þurftum að taka áhættur, þeir eru gott skyndisóknarlið. Auðvitað hefðum við ekki viljað fá þetta mark á okkur úr innkasti.“

Eftir á að hyggja, voru það mistök að breyta um taktík og af hverju eru föstu leikatriðin ekki að ganga betur?

,,Með taktína. Ég held að taktíkin hafi ekki verið röng. Við vorum aðeins ólíkir sjálfum okkur, við vorum bitlausir en ég held að taktíkin hafi ekki verið röng. Mér fannst við vera hættulegir í föstum leikatriðum.“

,,Við tökum það ekki af Nígeríumönnum að þeir eru með sterka leikmenn í loftinu. Þó þeir hafi verið gagnrýndir fyrir föst leikatriði þá voru þeir góðir í dag. Eigum við ekki að segja að Nígeríumenn hafi gert vel í dag.“

,,Það var ekki eins og þeir kæmu okkur á óvart. Við bjuggumst við þessari uppstillingu hjá þeim. Þeir voru mjög fljótir að fara fram í skyndisóknir og voru fljótir að ná seinni boltanum. Við sögðum fyrirfram að okkur yrði refsað ef við værum ekki tilbúnir. Það verður að hrósa ykkur fyrir hvernig þið spiluðuð leikinn.“

Þetta þýðir að öll liðin geta enn komist áfram?

,,Já, það er skrýtin staðreynd að við erum enn með í kapphlaupinu. Við vissum að við myndum ekki fara í gegnum mótið án þess að tapa. Nú þurfum við að vinna Króatíu en það er hægara sagt en gert. Við erum enn með og strákarnir gerðu allt sem þeir gátu, þetta var ekki okkar dagur á marga vegu.“

Sérðu eftir því að hafa látið strákana fá dag til að vera með fjölskyldum sínum?

,,Ég veit ekki af hverju þessi umræða fór af stað svona almennt. Við töluðum um á síðasta fundi að það væri margt mikilvægara í lífinu en fótbolti.

,,Í samhengi við veikindi markmanns Nígeríu. Annað sem er mikilvægara en fótbolti er fjölskyldan okkar. Í gær var möguleiki á að hitta konur og börn, mæður og systkini. Ég veit ekki í hvaða samhengi þú ert að setja þetta. Þetta eru hlutir sem við eigum að rækta í lífinu og þess vegna gefum við leikmönnum að sjálfsögðu leyfi til að hitta fjölskylduna sína.“

Hefur það áhrif á leik ykkar að Króatía sé komið áfram og þeir munu hvíla menn. Breytir það nálgun þinni á leikinn?

,,Nei, við höfum spilað við Króatíu fjórum sinnum á fjórum árum. Við erum eins og gift par sem er að reyna að skilja, við hittumst alltaf aftur. Við vitum hvað við eigum í vændum fyrir Króatíuleikinn, það verður stál í stál og ekki mörg tækifæri.

,,Við höfum fengið rautt í þremur leikjum af fjórum gegn þeim. Þeir þurfa að sýna hvers konar stórlið þeir eru, þeir hafa sýnt það núna og síðasti leikur þeirra var dæmi um hversu góðir þeir eru.“

,,Við vorum samt fyrir ofan þá í riðlinum okkar og unnum þá á Íslandi. Allir sjá hversu vel þeir spila og það verður að hrósa þjálfaranum fyrir það hvernig hann hefur komið inn í mótið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
433Sport
Í gær

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina