fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Plús og mínus – Hvað var hann að gera í Inkasso?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur er komið á toppinn í Pepsi-deild karla en liðið mætti FH í stórleik á Origo-vellinum í kvöld.

Valsmenn höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu í flottum knattspyrnuleik en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Hvað var Andri Adolphsson að gera hjá ÍA í Inkasso-deildinni fyrr í sumar? Geggjaður í kvöld og á svo sannarlega heima í Pepsi-deildinni.

Steven Lennon skoraði frábært mark fyrir gestina í kvöld. Sannaði það enn og aftur að hann er yfir flesta í gæðum í þessari deild.

Við fengum alvöru leik í kvöld. Gæði, mörk og vilji til að vinna leikinn. Flottur knattspyrnuleikur.

Veðurguðinn fær mikinn plús. Veðrið var í raun fullkomið á Hlíðarenda og sú gula lét loksins sjá sig.

Mínus:

Ég skil ekki alveg Geoffrey Castillion. Gæinn er engin smá smíði en lætur vaða yfir sig í flestum návígum og skallaboltum. Vantar allan kraft og baráttu í manninn. Lét aðeins finna fyrir sér undir lok leiksins en það var ekki nóg.

Kristinn Freyr fékk líklega sitt besta færi í sumar í kvöld. Komst einn í gegn gegn Gunnari í marki FH en hægði of mikið á sér og leyfði Pétri Viðars að komast til baka. Átti að gera miklu betur.

Það er auðvelt að segja þetta á hliðarlínunni en rosalega held ég að það sé auðvelt og þægilegt að spila gegn Castillion þegar hann nennir þessu ekki. Stendur yfirleitt bara kyrr og tekur fá hlaup. Undarlegt.

Það vantaði meira púður í sóknarleik FH í kvöld og mér finnst bara vont að sjá Atla Guðnason fá korter í svona leik.

Kristinn Steindórsson var frekar slakur í leiknum í kvöld. Vantar allt sjálfstraust í drenginn eftir erfitt sumar. Vonandi kemst hann í gang enda flottur leikmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal