fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Plús og mínus – Spiluðu eins og þeir væru 5-0 yfir

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. júní 2018 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík nældi í þrjú mikilvæg stig í Pepsi-deild karla í dag er liðið fékk ÍBV í heimsókn.

Nikolaj Hansen gerði tvö mörk fyrir Víkinga í 2-1 sigri en Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði eina mark gestanna.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Fjör í byrjun leiks og fjör í byrjun síðari hálfleiks, það einkenndi þennan leik svolítið.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sá er með þetta! Markið sem hann skoraði var geggjað. Lyfti boltanum snyrtilega yfir Larsen í marki Víkings viðstöðulaust.

Víkingar fengu aðeins eitt mark á sig í dag sem er batamerki. Vörn liðsins hefur míglekið í undanförnum leikjum.

Halldór Páll Geirsson var frábær í markinu hjá ÍBV í dag. Átti í raun ekki skilið að tapa þessum leik miðað við frammistöðuna.

Fyrsti sigur Víkinga síðan í lok Apríl. Það er ákveðinn léttir fyrir Loga Ólafs og hans lærisveina.

Mínus:

Nikolaj Hansen gerði tvö mörk í dag og fagnaði með svokölluðum „Fortnite“ dansi. Er ekki komið gott af þessu? Fer að minna á dabið!

Mætingin var ansi döpur. Rétt yfir 600 manns mættir á völlinn, maður vill sjá meira en það.

Það var oft eins og ÍBV væri 5-0 yfir í þessum leik miðað við hvernig leikmenn spiluðu. Nenntu ekki að elta marga bolta og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu