fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
433

Plús og mínus – Gústi verður að hætta þessu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. júní 2018 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan lyfti sér upp í fjórða sæti Pepsi-deildar karla í kvöld er liðið heimsótti topplið Breiðabliks í Kópavoginn.

Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Blika af velli en eina mark leiksins gerði Hilmar Árni Halldórsson úr vítaspyrnu.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Stjarnan er að hitna, liðið er nú bara stigi á eftir toppliði Breiðabliks og deildin heldur áfram að vera jöfn.

Stjarnan tók Breiðablik á hörkunni, spörkuðu hressilega í Blika í upphafi leiks sem fóru inn í skelina.

Kolbeinn Þórðarson er jákvæður hlutur við leik Breiðabliks eftir leikinn, mikill kraftur og gæði í pilti.

Mínus

Ágúst Gylfason verður að hætta með þessa tilraun sína, 3-5-2 kerfið hans hefur ekkert gert fyrir Breiðablik í sumar. Gísli Eyjólfsson nýtist illa og vængbakverðir liðsins gera ekkert gagn.

Það er ljóst að Ágúst treystir hvorki Sveini Aroni eða Hrovje Tokic til að leiða sóknarlínu sína. Arnór Gauti Ragnarsson meiddist og þá kom inn Aron Bjarnason sem var afar slakur sem fremsti maður.

Gunnleifur Gunnleifsson þarf að axla ábyrgð á mistökum sínum í leiknum í kvöld, vítaspyrnan sem hann gaf var klaufaleg. Sparkaðu boltanum bara í burtu, það lærðum við í landsleik Íslands og Noregs í gær. Það er stutt á milli því fram að þessu atviki var Gulli búinn að vera frábær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta treyja Arsenal fyrir næstu leiktíð? – Mjög skiptar skoðanir og ermarnar vekja athygli

Er þetta treyja Arsenal fyrir næstu leiktíð? – Mjög skiptar skoðanir og ermarnar vekja athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag fær grænt ljós frá þeim sem ráða og fyrsta tilboð í Kane gæti borist von bráðar

Ten Hag fær grænt ljós frá þeim sem ráða og fyrsta tilboð í Kane gæti borist von bráðar
433Sport
Í gær

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar