fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Kemur Alfreð öðruvísi til leiks en á EM? – ,,Fann fyrir miklu meira trausti eftir að Heimir og Helgi tók við“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Fiðringurinn er að aukast, það er alltaf sama spenna þegar maður hittir strákana. Sólin skín á okkur, þetta eru einhver skilaboð,“ sagði ALfreð Finnbogason framherji Augsburg og íslenska landsliðsins.

Alfreð var einn af þeim leikmönnum sem kom saman við liðið í dag og æfði af krafti.

Framherjinn knái var meiddur framan af ári en lék síðustu leikina með Augsburg í Þýskalandi og er vongóður fyrir framhaldið.

,,Auðvitað er alltaf erfitt að komast til baka eftir margra mánaða fjarveru, ég fann það. Mér gekk mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum og svo eru hinir allt í lagi. Það er hluti af því að koma til baka, komast í leikæfingu. Maður er þreyttari á ákveðnum tímapunktum í leikjunum, það var mikilvægt að nýta fríið í að ná þessu úr sér.“

,,Þetta var aldrei þannig að það myndi ógna HM, það var pirrandi að fá önnur meiðsli. Ég vildi ná nokkrum leikjunum undir lok tímabilsins, fannst það mjög mikilvægt. Að koma hingað inn í leikæfingu, það var eina sem ég var hræddur við. Maður verður að spila úr því sem komið er.“

Búast má við að Alfreð spili mikilvægt hlutverk á HM en á Evrópumótinu í Frakklandi var hann alltaf á meðal varamanna í byrjun.

,,Ég kem með sama hugarfar alltaf, fyrir EM var það sama. Gera mitt á æfingum og í leikjum og undirbý eins og ég sé að fara að spila, það er sama staða. Ég fann fyrir miklu meira trausti eftir að Heimir og Helgi tók við þessu, ég sé enga ástæðu til annars en að vera mjög bjartsýnn hvað það varðar.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park