fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433

Hraunar yfir Arsenal vegna framkomu við Vieira

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Wright fyrrum sóknarmaður Arsenal er ekki sáttur með hvernig félagið hefur komið fram við gamla leikmenn félagsins.

Arsenal er að ganga frá ráðningu Unai Emery fyrrum þjálfara PSG en hann tekur við af Arsene Wenger sem var stjóri Arsenal í 22 ár.

Arsenal var langt komið í viðræðum við Mikel Arteta og heyrði einnig í Patrick Vieira sem er goðsögn hjá Arsenal.

,,Hvers vegna var verið að halda Arteta heitum? Af hverju var félagið ekki heiðarlegt og sagði hvað félagið vildi í raun og veru,“ sagði Wright.

,,Það er eins og félagið hafi látið snúa sér vegna umræðu, félagið ákvað að skoða hvernig umræðan yrði.“

Wright er afar ósáttur með hvernig komið var fram við Vieira. ,,Það sorglegasta er að Arsenal hafi haft samband við Vieira, bara til að vera kurteisir.“

,,Að koma svona fram við Patrick, goðsögn hjá félaginu. Það var ömurlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fréttin um Jesus var falsfrétt

Fréttin um Jesus var falsfrétt