fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Dele Alli: Við verðum að fara vinna einhverja titla

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. apríl 2018 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Tottenham mættust í undanúrslitum FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri United.

Dele Alli kom Tottenham yfir snemma leiks en Alexis Sanchez jafnaði metin fyrir United og staðan því 1-1 í hálfleik.

Það var svo Ander Herrera sem skoraði sigurmark leiksins á 62. mínútu og United fer því áfram í úrslit keppninnar en Tottenham er úr leik.

Dele Alli, miðjumaður Tottenham var gríðarlega svekktur með að komast ekki áfram í úrslitaleikinn.

„Við brugðumst sjálfum okkur og það svíður. Núna þurfum við að rífa okkur aftur í gang og klára þetta tímabili almennilega,“ sagði Alli.

„Þú getur ekki komist 1-0 yfir gegn liði eins og Manchester United og misst það svo niður í 1-2. Við eigum ekki að koma okkur í þannig aðstæður.“

„Við stýrðum leiknum allan tímann og þetta átti ekki að gerast. Það vilja allir hérna vinna titla. Við verðum að hætta að tala um að vinna eitthvað og fara að vinna eitthvað.“

„Við getum ekki kastað þessum leikjum endalaust frá okkur, við verðum að bæta okkur og halda áfram,“ sagði Alli að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu