fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 8 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

Grindavík – 8. sæti
Eftir frábært tímabil í fyrra þar sem Grindavík var nýliði í Pepsi-deildinni gæti árið í ár orðið erfiðara. Hver á að skora mörkin? Það er spurningin sem Grindavík þarf að svara í sumar. Maðurinn á bak við 19 mörk á síðustu leiktíð og markakóngur Pepsi-deildarinnar, Andri Rúnar Bjarnason, er horfinn á braut og farinn í atvinnumennsku. Hópur Grindavíkur var ekki breiður í fyrra og það stefnir í að hann verði jafnvel minni í ár. Óli Stefán Flóventsson er áfram þjálfari liðsins en hann vann kraftaverk á síðustu leiktíð með liðið, hann virðist vera einn færasti þjálfari landsins.

Lykilmaður – Kristijan Jajalo
X-faktor – Jóhann Helgi Hannesson
Þjálfari – Óli Stefán Flóventsson

Komn­ir:
Aron Jó­hanns­son
Jó­hann Helgi Hann­es­son

Farn­ir:
Magnús Björg­vins­son
Aron Freyr Ró­berts­son
Gylfi Örn Öfjörð
Mi­los Zera­vica
Andri Rún­ar Bjarna­son

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton