fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 6 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
7 sæti – Fjölnir
8 sæti – Grindavík
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

KA – 6. sæti
Gula liðið frá Akureyri var nýliði í Pepsi-deild karla í fyrra og þrátt fyrir að vera með öflugan mannskap fékk liðið smá afslátt í gagnrýni vegna þess. Sr­djan Tufegdzic, þjálfari KA, þarf hins vegar að skila góðum árangri í sumar; stjórnar- og stuðningsmenn KA gera kröfur. Liðið hefur fengið til sín Hallgrím Jónasson úr atvinnumennsku og með Guðmanni Þórissyni eiga þeir að búa til bestu varnarlínu landsins. KA er með lið til að blanda sér í baráttu um Evrópusæti en eins og hjá nokkrum öðrum liðum mun það ráðast af meiðslum og leikbönnum en hópurinn er ekki ýkja breiður. Eru með einn besta leikmann deildarinnar í Hallgrími Mar Steingrímssyni

Lykilmaður – Hallgrímur Jónasson
X-faktor – Hallgrímur Mar Steingrímsson
Þjálfari – Sr­djan Tufegdzic

Komn­ir:
Mil­an Joksimovic
Hall­grím­ur Jónas­son
Sæþór Ol­geirs­son
Cristian Martín­ez

Farn­ir:
Almarr Ormars­son
Bjarki Þór Viðars­son
Davíð Rún­ar Bjarna­son
Dar­ko Bulatovic
Emil Lyng
Vedr­an Tur­kalj

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fréttin um Jesus var falsfrétt

Fréttin um Jesus var falsfrétt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum