fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Topp tíu: Leikmenn sem gætu orðið bestir í Pepsi deildinni í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 11:37

Finnur í leik með KR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki nemar rúmar tvær vikur í það að keppni í Pepsi deild karla fari af stað og ljóst er að spennandi sumar er fram undan.

Valsmenn hafa titil að verja en FH, Stjarnan, KR, KA, Breiðablik og fleiri lið ætla sér að að veita Val samkeppni.

Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni en í hópum liðanna er mikil reynsla úr efstu deild.

Keppni í deildini ætti að verða afar áhugaverð en til að stytta fólki stundir fram að móti höfum við tekið saman tíu leikmenn sem gætu skarað fram úr.

Listinn gæti verið miklu lengri en ekki þarf að taka fram að þetta er aðeins til gamans gert.


Kristinn Freyr Sigurðsson – Valur
Besti leikmaður Pepsi deildarinnar árið 2016 er mættur heim eftir erfitt ár í atvinnumennsku. Ætti að spila stórt hlutverk í besta liði landsins og ef allt er eðlilegt verður hann einn besti leikmaður deildarinnar.

Sigurður Egill Lárusson – Valur
Hefur verið frábær í vetur og virðist koma inn af miklum krafti í mótið, verið lykilmaður liðsins síðustu ár en í ár gæti hann orðið einn af leiðtogum liðsins. Ef Sigurður finnur stöðuleika í markaskorun og stoðsendingum getur hann orðið besti leikmaður deildarinnar.


Patrick Pedersen – Valur
Sýndi ekki sitt gamla form þegar hann kom inn í lið Vals á síðustu leiktíð en á að vera meiðslafrír núna og það getur skipt sköpum. Pedersen gæti ógnað markametinu í sumar.


Birkir Már Sævarsson – Valur
Það er ekki oft sem varnarmaður er kjörinn besti leikmaður deildarinnar en Birkir er með slíka hæfielika að hann á að geta leikið sér að Pepsi deildinni. Tekur sé smá frí frá Pepsi deildinni í sumar til að berjast við Lionel Messi, það er spurning um hvernig það hefur áhrif á hann.


Steven Lennon – FH
Er klárlega einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar en stundum finnst manni eins og hann geti meira en hann gerir. Nær Ólafur Kristjánsson að kreista það best fram úr Lennon? Kemur í ljós.


Geoffrey Castillion – FH
Sýndi í fyrra með Víkingi að þarna er á ferðinni afar öflugur framherji, hefur ekki sýnt neitt með FH í vetur en ef við dæmum hann frá síðasta sumri á Castillion að geta barist um gullskóinn í öflugu liði FH


André Bjerregaard – KR
Kom afar sterkur inn í lið KR á síðustu leiktíð og verður nú með allt tímabilið, Bjerregaard er afar öflugur sóknarmaður. Sterkur og hraður leikmaður sem getur ógnað upp við markið, lykilinn að því að KR gangi vel í sumar.


Gísli Eyjólfsson – Breiðablik
Það eru fáir sem standa Gísla snúninginn þegar hann er í gírnum, Gísli er frábær leikmaður sem mörg erlend félög horfa til. Hefur verið frábær í vetur og mun bera uppi sóknarleik Breiðabliks í sumar.


Guðjón Baldvinsson – Stjarnan
Vanmetinn framherji sem gerir miklu meira en að vera bara hraður og duglegur, þarf að taka enn meiri ábyrgð í markaskorun í sumar og Guðjón á að geta staðið undir því.


Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA
Hraði, styrkur og mikil gæði. Hallgrímur er með allt sem þarf til að leika sér að Pepsi deildinni, hefur stundum verið inn í skelinni en þarf að brjótast úr henni í sumar og reyna að koma KA í toppbaráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“