Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði formlega í gær og settu liðin í úrvalsdeildinni met í eyðslu.
Öll stærstu lið Englands styktu sig í glugganum þótt Liverpool og Manchester United hafi látið lítið fyrir sér fara á gluggadeginum sjálfum.
Arsenal, Tottenham og Chelsea styrktu sig hins vegar öll á gluggadeginum sjálfum og City fékk Aymeric Laporte þann 30. janúar.
Þrátt fyrir met eyðslu þá voru nokkur félagskipti sem gengu ekki í gegn, einfaldlega vegna þess að ekki tókst að semja um kaup og kjör.
Mirror tók saman sex félagaskipti sem var mikið búið að tala um en gerðust ekki.
Riyad Mahrez til Manchester City.
Jonny Evans til Arsenal.
Andy Carroll til Chelsea.
Ibrahim Amadou til Crystal Palace.
Leander Dendoncker til West Ham.
Naby Keita til Liverpool.