fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Óprúttinn aðdáandi Santiago breytti Wikipedia-síðu um Gunnar: Skilaboðin ljót – Kemur sterkari til baka

Gunnar ætlar að nýta reynsluna – Kemur sterkari til baka

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 17. júlí 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunn­ar Nelson mættti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow í Skotlandi í gær. Fyrir bardagann þótti Gunnar mun sigurstranglegri. Voru flestir áhorfendur á bandi íslenska bardaga kappans sem sótti hart að Santiago í byrjun. En eftir aðeins rúma mínútu hafði Santiago rotað Gunnar Nelson.

Fjölmargir Íslendingar hafa sakað Santiago um svindl í bardaganum. Hann hafi potað í bæði augu Gunnars Nelson, sjá mynd hér. Sagði Gunnar á blaðamannafundi eftir bardagann að hann sæi eftir að hafa ekki sjálfur stöðvað bardagann þar sem hann sá tvöfalt eftir að hafa fengið fingur Argentínumannsins í augun.

Augnapotið var ekki það eina umdeilda sem átti sér stað í gær. Óprúttinn aðdáandi Santiagos tók sig til fyrir bardagann og breytti umfjöllun um Gunnar Nelson á Wikipedia. Afþreygingarsíðan Menn.is greindi fyrst frá þessu. Fyrir þá sem ekki vita er Wikipedia frjálst alfræðirit og geta notendur tekið þátt í að bæta og breyta síðunni, sjá umfjöllun um Gunnar á Wikipedia hér. Á Wikipedia segir:

„Fylgst er með skemmdarverkum og bulli og er slíkt yfirleitt fjarlægt fljótt.“

Nafn Gunnars var fjarlægt af aðdáanda Santiago og hann uppnefndur Herra rass og fyrir neðan myndina stóð að hann hefði látið lífið í Glasgow. Fékk þessi texti að standa á Wikipedia í tólf mínútur og var leiðrétt klukkan 21:04. Gunnar tjáir sig í dag á Facebook-síðu sinni og þakkar þar þjálfurum, fjölskyldu og styrktaraðilum sem og aðdáendum sem lögðu leið sína í bardagahöllina.

„Andrúmsloftið í Glasgow var ótrúleg og ég mun aldrei gleyma því. […] Þetta var ekki mitt kvöld og það er erfitt að kyngja þessu tapi en svona er lífið,“ segir Gunnar sem er hvergi af baki dottinn og kveðst ætla að nýta sér þessa reynslu til að styrkja sig fyrir þá bardaga sem eru fram undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði