Sport

Segja Santiago hafa svindlað: Sjáðu myndina

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:55

„Var að horfa aftur á bardaga Gunnars. Sé um leið og hann slær upphöggið potar andstæðingurinn í bæði augu hans sem tekur frá honum sjónina sem gerir það að verkum Gunni missir allan fókus. Þetta virtist vera flott byrjun hjá okkar manni en svona er þetta. Þetta ætlar að verða töff leið hjá Gunna að titlinum, hef fulla trú á Gunni ná sínu marki.“

Þetta segir Bubbi Morthens um bardaga Gunnars Nelson og Santiago. Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt um rotaði Santiago Gunnar í 1. lotu. Gunnar hefur síðan þá sagt að Santiago hafi potað í augu hans og undir það tekur Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis. Hann sagði í gær:

„Mér fannst hann nánast vera leika sér að Argentínumanninum. Santiago potaði hressilega í augað á Gunna í fyrstu fléttunni sem Gunnar kom með. Gunni sá allt blörrað eftir það. Hefði auðvitað átt að segja eitthvað en gerði það ekki. Santiago náði síðan að klára bardagann eins þjóðin veit.“

Mjölnir deilir í dag mynd en á henni virðist sem Santiago poti ekki aðeins í annað auga Gunnars, heldur bæði. Hundruð manna hafa deilt myndinni og þar saka margir Argentínumanninn um óheiðarleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af