fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Sjálfsvígstilraun endaði með ósköpum

Victor Sibson banaði unnustunni en ekki sjálfum sér

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Sibson, 21 árs karlmaður í Anchorage í Alaska, hefur verið ákærður fyrir manndráp eftir að hann banaði unnustu sinni.

Það var síðastliðinn föstudag að Sibson, sem setið hafði að sumbli, tók þá ákvörðun að svipta sig lífi með skotvopni. Unnusta hans, Brittany-Mae Haag var með honum þegar atvikið varð og reyndi að fá hann ofan af þessari afdrifaríku ákvörðun.

Í frétt KTVA kemur fram að Sibson hafi engu að síður beint byssunni að höfði sér, tekið í gikkinn og fór kúlan í höfuð hans vinstra megin áður en hún rataði út. Svo skelfilega vildi til að kúlan fór úr höfði Sibsons og í brjóstið á Brittany sem lést af sárum sínum en Sibson komst lífs af.

Saksóknarar telja að Brittany hafi reynt að ná skotvopninu af unnusta sínum þegar skotið hljóp úr byssunni. Saksóknarar létu það í hendur kviðdómenda að ákvarða hvort Sibson yrði ákærður fyrir manndráp af fyrstu eða annarri gráðu, en niðurstaðan var sú að ákæra hann fyrir manndráp af annarri gráðu.

Sibson kom fyrir dómara á sunnudag þar sem fram kom að hann þyrfti að greiða 250 þúsund dala tryggingu til að ganga laus. Hann sagðist ekki hafa efni á því og spurði dómara hvort hægt væri að taka ákvörðun um það samdægurs hvort hann væri sekur eða saklaus. Það reyndist ekki unnt og þarf Sibson því að bíða eftir að vita örlög sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum