Yfirþjónn og illmenni

Roy var afbrotagepill frá Glasgow – Gerðist þjónn fína fólksins

Tók upp nafnið Roy Fontaine og stal og myrti.
Archibald Hall Tók upp nafnið Roy Fontaine og stal og myrti.

Snemma beygðist krókurinn hjá Skotanum Archibald Hall, einnig þekktum sem Roy Fontaine. Archibald „Archie“ fæddist í Glasgow 17. júní 1924.

Glæpaferill hans hófst um fimmtán ára aldur þegar hann stal söfnunarbaukum Rauða krossins, en smáglæpirnir viku fljótlega fyrir viðameiri verkum á borð við innbrot og 17 ára fékk hann sinn fyrsta fangelsisdóm.

Um svipað leyti kynntist hann mun eldri, fráskildum karlmanni, nágranna sínum, og hófu þeir kynferðislegt samband auk þess sem Archie komst, fyrir hans tilstilli, inn í efri kreðsur samfélagsins.

Flutningur og nýtt nafn

En Archie lét ekki af innbrotum og nýtti ágóðann af þeim til að flytja til London. Dálæti hans á Hollywood-stjörnum þess tíma, til dæmis Joan Fontaine, varð til þess að hann tók upp nafnið Roy Fontaine.

Hann gekk í hjónaband með konu en það var skammlíft og Roy var tekið opnum örmum í samfélagi samkynhneigðra karlmanna í London, enda myndarlegur og sjarmerandi.

Ekki skemmdi fyrir að hann fullyrti að hann hefði átt í sambandi við frægðarmenn, til dæmis Boothby lávarð og leikritaskáldið Terrence Rattigan.

Í endurminningum sínum sagði Roy þó að stóra ástin hans hefði verið samfangi að nafni David Barnard. En nóg um ástamál Roys.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.