fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Vaknaði 11 milljörðum króna ríkari

„Mér brá rosalega þegar ég sá þetta“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sölumaðurinn Matthew Peache lagðist til svefns kvöld eitt fyrir skemmstu var hann ósköp venjulegur Ástrali með meðalgóðar tekjur og innistæðu á bankareikninginum eftir því. Þegar hann vaknaði daginn eftir var honum litið á heimabankann sinn. Þá kom í ljós að hann var orðinn 11 milljörðum króna ríkari.

Þegar hann opnaði netbankann sinn í nóvember síðastliðnum hafði innistæða bankareikningsins hækkað í rúmar 123 milljónir ástralska dollara, eða 123.456.789 dala, til að gæta nákvæmni.

„Netbankinn bauð mér uppá að millifæra peninginn inn á annan reikning, svo ég hefði getað millifært peninginn,“ sagði Matthew í samtali við 9 News í Ástralíu.

„Mér brá rosalega þegar ég sá þetta. Ég hélt að peningurinn hafði farið inná reikninginn minn fyrir mistök,“ sagði hann einnig.

Innistæðan var nokkuð myndarleg þegar Matthew vaknaði einn vetrarmorguninn.
Innistæðan. Innistæðan var nokkuð myndarleg þegar Matthew vaknaði einn vetrarmorguninn.

Mynd: Úr einkasafni

Hann tók skjáskot af upphæðinni á bankareikningnum, sem hann taldi vera eitthvað rugl, enda fræg talnaruna. Tveimur vikum síðar ákvað Matthew að hafa samband við bankann til að athiga hvers vegna peningurinn hafi komið inn á reikninginn hjá honum. Bankinn sagði að stundum gætu bilanir af þessu tagi birst í kerfi þeirra.

Nú segir hann bankareikninginn vera kominn aftur í eðlilegt horf, en hann ákvað að segja frá sögu sinni vegna þess að ung kona var handtekin á dögunum í Sydney fyrir að hafa eytt 4,6 milljónum ástralskra dollara, sem eru um 413 milljónir íslenskra króna. Hún var handtekin fyrir skemmstu, þegar hún var á leið til Malasíu. DV fjallaði um mál hennar fyrir skemmstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum