fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Ótrúlegar myndir úr hinni glötuðu borg myrkurs og veggja

33 þúsund manns bjuggu á 26 þúsund fermetrum í Kowloon

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2016 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar mest lét bjuggu 33 þúsund manns í borginni Kowloon í Kína á svæði sem var töluvert minna en Smáralindin að flatarmáli. Borgin var rifin árið 1994 og má segja að algjör lögleysa hafi ríkt í borginni sem kölluð hefur verið Veggjaborgin.

Furðuleg byggð

Nú hafa komið fram í dagsljósið myndir sem Ian Lambot og Greg Girard tóku á ferðalagi sínu um Hong Kong áður en borgin var rifin árið 1994. DV fjallaði um sögu þessarar einstöku borgar, eða hverfis, eftir því hvernig á það er litið, árið 2011.

Eins og sjá má var borgin einstök. Mynd: Ian Lambot.
Ótrúlegt þéttbýli Eins og sjá má var borgin einstök. Mynd: Ian Lambot.

Árið 1987 tilkynntu stjórnvöld í Hong Kong að til stæði að jafna þessa borg við jörðu, sem margir teljast einhverja þá furðulegustu sem risið hefur. Útlagasamfélag sem staðið hafði um áratugaskeið við útjaðar Hong Kong og þrifist í einhvers konar sjálfstæðri lögleysu fríríkis.

33 þúsund manns á 26 þúsund fermetrum

Þegar stjórnvöld kynntu þessi áform sín bjuggu um 33 þúsund manns í einu mesta þéttbýli sögunnar, á rúmlega 26 þúsund fermetrum, í Veggjaborginni Kowloon. Borgin var upphaflega reist sem kínverskt hervirki Songkeisaraættarinnar (960–1279) en nokkrum öldum síðar, í síðari heimsstyrjöldinni, hóf að rísa þar byggð hústökufólks sem fjölgaði mjög á þeim tíma.

Iðnaður af ýmsu tagi var stundaður innan borgarvirkisins. Hér má sjá tvo kjötiðnaðarmenn undirbúa daginn. Mynd: Greg Girard.
Kjötiðnaðarmenn Iðnaður af ýmsu tagi var stundaður innan borgarvirkisins. Hér má sjá tvo kjötiðnaðarmenn undirbúa daginn. Mynd: Greg Girard.

Háir veggir virkisins, sem hafði fjóra innganga, umkringdu borgina og þar fyrir innan, og síðar í staðinn fyrir þá virkisveggi, risu byggingar sem mynduðu gríðarlega þéttan byggðarkjarna. Þar bjuggu íbúar í þrengslum og myrkri þar sem lítið sem ekkert dagsljós slapp inn á milli hárra og þéttra bygginganna á hinu takmarkaða landsvæði.

Gátu ferðast yfir borgina á þökunum

Íbúar leituðu birtu á húsþökum sem urðu einnig samkomustaðir. Nær allar 350 byggingar borgarinnar voru rúmlega tíu hæðir en þó aldrei hærri en fjórtán hæðir vegna Kai Tak-flugvallarins í nágrenninu. Erfitt er að tala um að götur hafi verið að finna í borginni. Nær er að tala um húsasund sem oft voru ekki breiðari en 1–2 metrar. Íbúar komu sér þó bygginga á milli með stigum og tengibrúm sem tengdu saman þök og efri hluta bygginganna. Svo umfangsmikið var þetta háloftasamgöngukerfi að hægt var að ferðast þvert yfir borgina, frá norðri til suðurs, án þess að stíga fæti á jörðina.

Íbúar Kowloon bjuggu við krappan kost. Mynd: Greg Girard.
Þröng húsasund Íbúar Kowloon bjuggu við krappan kost. Mynd: Greg Girard.

23 fermetra íbúðir

Eins og gefur að skilja bjuggu allir þessir 33 þúsund við krappan kost. Um 60 prósent íbúðanna í Veggjaborginni voru aðeins 23 fermetrar að stærð og var um að ræða einn allra þéttbýlasta byggðarkjarna veraldar. Um áratugaskeið frá sjötta til áttunda áratugar síðustu aldar var borgin á valdi hópa glæpasamtaka. Vændi, fjárhættuspil og fíkniefnaneysla var umfangsmikil í borginni enda var hún á þeim tíma svo til utan allra laga og lögsögu bæði Breta og Kínverja.

2.500 handteknir – 2 tonn af eiturlyfjum gerð upptæk

Yfirráðum glæpahópa lauk ekki fyrr en um 1974 eftir að 2.500 höfðu verið handteknir og 2 tonn af fíkniefnum haldlögð í ótal rassíum lögreglu. Með aðstoð nýrrar kynslóðar innan borgarinnar sem þráði betri tíð tókst að koma verulegum böndum á glæpastarfsemi í borginni. Árið 1983 var því lýst yfir að glæpatíðnin væri loks innan ásættanlegra marka. Þrátt fyrir að vera gróðrarstía fyrir glæpastarfsemi þá voru flestir íbúa Kowloon friðsamir einstaklingar sem lifðu sínu lífi, ráku sín fyrirtæki og gerðu það af samheldni eins og stór fríríkisfjölskylda.
Á níunda áratug síðustu aldar var borgin þó orðinn þyrnir í augum breskra og kínverskra stjórnvalda. Lífsgæði í Kowloon – sérstaklega skortur á hreinlæti – þóttu ekki boðleg í samanburði við Hong Kong.

Flestar íbúðirnar í Kowloon voru um 20 fermetrar og stundum bjuggu margir í sömu íbúðinni. Allt í allt bjuggu rúmlega 33 þúsund manns í Kowloon þegar mest lét. Mynd: Greg Girard.
Fáeinir fermetrar Flestar íbúðirnar í Kowloon voru um 20 fermetrar og stundum bjuggu margir í sömu íbúðinni. Allt í allt bjuggu rúmlega 33 þúsund manns í Kowloon þegar mest lét. Mynd: Greg Girard.

Útlagaborgin jöfnuð við jörðu

Árið 1984 hófu menn undirbúning að endalokum borgarinnar. Í janúar 1987 var það formlega tilkynnt að hin dimma útlagaborg yrði jöfnuð við jörðu. Í tengslum við rýmingaráætlun stjórnvalda þurfti að greiða 33 þúsund íbúum Veggjaborgarinnar samtals 2,7 milljarða Hong Kong-dala í bætur næstu árin í kjölfarið. Ófáir sættu sig ekki við bæturnar og voru bornir út með valdi á árunum 1991– 1992. Í apríl 1994 var Veggjaborgin Kowloon horfin og vinna hafin við að reisa þar almenningsgarð sem er þar enn þann dag í dag. Einstaka minnisvarð-ar standa þó enn í og við garðinn til að þessi ótrúlega en furðulega borg myrkurs og veggja falli ekki í gleymsku.

Það er óhætt að segja að útsýni hafi verið með besta móti á þökum Kowloon. Flugvöllur er í grenndinni og á myndinni má sjá flugvél koma inn til lendingar. Mynd: Greg Girard.
Hong Kong Það er óhætt að segja að útsýni hafi verið með besta móti á þökum Kowloon. Flugvöllur er í grenndinni og á myndinni má sjá flugvél koma inn til lendingar. Mynd: Greg Girard.

Fleiri myndir má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum