fbpx
Menning

Cantoque Ensemble hefur sitt annað starfsár með tónleikaferð um landið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 13:00

Tónleikaferðin hefur yfirskriftina Þjóðlög í þjóðleið og inniheldur a capella þjóðlagaútsetningar eftir íslensk tónskáld, bæði mörg þau þekktustu og einnig af yngri kynslóðinni. Þar af eru útsetningar eftir tvo meðlimi hópsins.

Hópurinn mun koma fram á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði 7. júlí kl. 17, á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju 8. júlí kl. 17, á Sumartónleikum í Stykkishólmskirkju 9. júlí kl. 20 og að lokum á Sönghátíð í Hafnarborg þann 10. júlí kl. 20.

Cantoque Ensemble er 8 radda sönghópur, starfræktur á Íslandi. Hann inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu. Hópurinn hefur vakið mikla athygli frá stofnun og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2017 fyrir tónleikana Purcell í Norrænu ljósi.

Eftir tónleikaferðina heldur Cantoque Ensemble svo í Skálholt þar sem hann mun vinna með hinum virta barokk-stjórnanda Andreas Spering í samvinnu við Bach-sveitina í Skálholti. Tónleikarnir sem bera yfirskriftina Um veröld og trúartraust verða laugardaginn 14. júlí kl. 16 og sunnudaginn 15. júlí kl.14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 2 dögum

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?
Menning
Fyrir 2 dögum

Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja

Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja
Menning
Fyrir 3 dögum

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi
Menning
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Eistnaflugi 2018

Sjáðu stemninguna á Eistnaflugi 2018
Menning
Fyrir 5 dögum

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu
Menning
Fyrir 5 dögum

Judas Priest spila í Laugardalshöllinni

Judas Priest spila í Laugardalshöllinni