fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Sigrún Dóra lét drauminn um að taka upp lag rætast: Hlustaðu á lagið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Dóra Jónsdóttir, sem meðal annars er þekkt fyrir baráttu sína fyrir hag heimilislausra, hefur sent frá sér fallegt lag með Labba úr Mánum og syni hans Bassa. Lagið Blámann má hlýða á í spilaranum hér að neðan en um tilurð þess og upptökunnar segir Sigrún Dóra:

„Ég var heimilislaus og hef upplifað ýmislegt mótlæti. Vegna baráttu minnar fyrir heimilislausa kynntist ég Einari Erni og stóðum við að tónleikum í Laugardalnum til styrktar þeim sem hvergi eiga heima. Ég sagði Einari frá draumi mínum um að gefa út eitt lag. Ég söng í hljómsveitum þegar ég var unglingur og hef varla gripið í míkrafón frá því ég var tvítug. Alltaf blundaði þessi draumur í mér. Ég er svo lánsöm að hafa þekkt til Labba (í Mánum) sem á og rekur eitt fullkomnasta stúdíó landsins og leitaði til hans með að aðstoða mig við að láta drauminn rætast.

Hafði ég þá í huga að taka bara upp eina ábreiðu af einhverju lagi, bara að upplifa það að syngja í stúdíói og eiga fyrir börnin mín og afkomendur. Einar Örn settist þá niður og sló í þetta lag fyrir mig, tók ekki í mál að ég tæki ábreiðu. Hann hafði oft látið sig sjálfur dreyma um að semja einfalt lag sem væri eins út í gegn og það tókst honum þarna. Einfaldleikinn er það sem einkennir lagið og ætti það að vera öllum auðvelt sem spila á hljóðfæri að grípa í og spila.

Textann samdi ég sjálf og er hann skírskotun í fegurðina sem alltaf er hægt að finna í lífinu og huggunina sem felst í því að ég get verið hvar sem er og með hverjum sem er þegar ég loka augunum á kvöldin. Að elska er aldrei neikvætt sama þó ástin kulni eða sé jafnvel ekki gagnkvæm. Nóttin geymir þá sem við viljum að hún geymi og við eigum að vera sátt við okkar hlut í lífinu með því að finna fallega staðinn í huga okkar.

Von mín er sú að sem flestir njóti. Textinn fylgir með í myndbandinu svo allir geta sungið og glaðst með mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“