Menning

Tónlist að heiman: „Eins manns kjöt er annars manns eitur“

Nonykingz mælir með nígeríska laginu Osondi Owendi með tónlistarmanninum Osadede

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 5. mars 2018 21:00

Tónlistarmaðurinn Emmanuel Paschal, sem er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Nonykingz, er fæddur og alinn upp í Nígeríu en elti ástina til Íslands fyrir rúmlega tveimur árum og er núna búsettur á Akureyri.

Einn af frumkvöðlum „highlife“-tónlistarstefnunnar í Nígeríu.
Osadebe Einn af frumkvöðlum „highlife“-tónlistarstefnunnar í Nígeríu.

Fyrir þá sem vilja kynna sér nígeríska tónlist mælir hann sérstaklega með laginu Osondi Owendi sem tónlistarmaðurinn Osadede gerði vinsælt á níunda áratugnum. „Chief Stephen Osita Osadebe, sem er yfirleitt bara kallaður Osadebe, var nígerískur „highlife“-tónlistarmaður frá Atani. Hann var einn þekktasti tónlistarmaðurinn af Igbo-þjóðflokknum og átti fjörtíu ára farsælan feril. Þegar Osondi Owendi kom út árið 1984 gerði það hann að algjörum leiðtoga innan „highlife“-tónlistarstefnunnar og enn í dag er þetta ein vinsælasta plata allra tíma í Nígeríu,“ segir Emmanuel.

„Nafn lagsins „Osondi Owendi“ er dregið af málshætti Igbo-fólksins sem væri hægt að þýða sem: „Eins manns kjöt er annars manns eitur.“ Lagið fjallar um afbrýðisemi og öfund, hvernig sumir eru alltaf hamingjusamir en aðrir aldrei. Það fjallar um hvernig fólk notar orð til að rífa hvert annað niður, hvernig það sem þú álítur vera blessun geti aðrir séð sem bölvun. Orð manns eru eins og spegill að hjarta hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir einni viku

Baltasar Kormákur á sviði: Hóf leikstjóraferilinn með söngleik

Baltasar Kormákur á sviði: Hóf leikstjóraferilinn með söngleik
Menning
Fyrir einni viku

Skjárýnirinn: „Undanfarið hef ég legið yfir Peep Show“

Skjárýnirinn: „Undanfarið hef ég legið yfir Peep Show“
Menning
Fyrir 10 dögum

Undarlegir hlutir gerast á fjallinu: Nýr danskur höfundur slær í gegn

Undarlegir hlutir gerast á fjallinu: Nýr danskur höfundur slær í gegn
Menning
Fyrir 10 dögum

Borgarbókasafnið í Grófinni komið í HM búning

Borgarbókasafnið í Grófinni komið í HM búning
Menning
Fyrir 11 dögum

Maroon 5 flytur vinsælt lag Bob Marley fyrir Hyundai

Maroon 5 flytur vinsælt lag Bob Marley fyrir Hyundai
Menning
Fyrir 11 dögum

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður
Menning
Fyrir 16 dögum

Skjárýnirinn: „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“

Skjárýnirinn: „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“
Menning
Fyrir 16 dögum

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey