fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Gagnrýnandi Kastljóss í verðlaunaverki í Íran

Snæbjörn Brynjarsson upplifði hvernig sjálfsritskoðun virkar þegar hann tók þátt í leiksýningu í Teheran á dögunum

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru eflaust margir sem eru farnir að kannast við Snæbjörn Brynjarsson af sjónvarpsskjánum, en hann er annar leikhúsgagnrýnenda Menningarinnar í Kastljósi. Þessa dagana gerir Snæbjörn hins vegar garðinn frægan á sjálfu leiksviðinu, enda menntaður og starfandi sviðslistamaður. Hann er nú nýkominn heim frá Íran þar sem hann tók þátt í uppsetningu franska leikstjórans Philippe Quesne á verkinu Mélancolie des Dragons. Verkið var sýnt á Fadjr, alþjóðlegri leiklistahátíð, í Teheran í lok janúar og hlaut þar verðlaun sem besta erlenda sýningin. Fjölmörgum atriðum í sýningunni var breytt til að hún kæmist í gegnum ritskoðun íranskra stjórnvalda.

Hulið hár, enginn bjór eða kampavín

Sýningin var upphaflega upp í Avignon árið 2011 af leikstjóranum Philippe Quesne, sem er leikhússtjóri Nanterra Amandiers, eins stærsta leikhúss Frakklands. Sýningin var meðal annars innblásin af heimsókn hans til Íslands. „Ég tók ekki þátt í upphaflegu uppsetningunni, en frá árinu 2015 hef ég tekið að mér tvö mismunandi hlutverk í henni. Í stuttu máli mætti segja að verkið fjalli um hóp þungarokkara sem eru að setja upp skemmtigarð í snjónum – það er mikill gervisnjór á sviðinu. Verkið er mjög innblásið af heimsókn hópsins til Íslands 2009 þar sem ég var aðstoðarmaður hans. Í báðum hlutverkunum sem ég hef tekið að mér leik ég þungarokkara sem vill skapa list og upplifun,“ segir Snæbjörn.

Íranska klerkastjórnin er þekkt fyrir harða ritskoðun á verkum listamanna ef þau eru stjórninni ekki þóknanleg, listamenn eru handteknir og verk þeirra bönnuð. Snæbjörn segir leikhópinn hafa upplifað hversu varkárir listamenn þurfa að vera í landinu: „Það kom fagfólk á generalprufu til okkar og lagði til ýmsar breytingar á verkinu. Nú var ýmsu breytt, leikkonan til dæmis með hárið hulið, engin bjór eða kampavín drukkið heldur bara límonaði, en ýmislegt annað var líka ritskoðað, til dæmis var einn karlkyns leikarinn beðinn um að nota búning sem hyldi betur naflann og nokkrum öðrum smáatriðum var breytt. Þessir krítíkerar voru þó ekki á vegum stjórnvalda heldur voru þarna til að forðast möguleg leiðindi fyrir hátíðina.“

Opinskátt verk um transfólk

„Á sama tíma er ýmislegt sem rennur í gegn sem maður hefði talið að yrði ritskoðað, til dæmis var eitt opinskátt verk um transfólk. Þeir sem ég ræddi við voru þreyttir á þessu ófrjálsræði og nærri allir í Íran komast auðveldlega hjá netritskoðun og áfengisbanni. Það er hins vegar erfitt fyrir útlending að dæma hvert almenningsálitið er. Þeir sem ég ræddi við höfðu áhuga á útlendingum, kunnu ensku eða voru sjálfir listamenn. En maður hefur á tilfinningunni að í borgunum, að minnsta kosti, finnist fólki komið gott, og það hefur reyndar sýnt sig í kosningum að kjörnir fulltrúar vilja aukið frjálslyndi en klerkarnir beita synjunarvaldi,“ segir Snæbjörn.

Eftir hátíðina ferðaðist Snæbjörn um landið og segist hafa fallið algjörlega fyrir landi og þjóð: „Íran er frábært land. Fólkið er nánast óbærilega vinalegt og finnst sjálfsagt mál að gera manni hina ýmsu greiða. Það kom mér á óvart hve fjölbreytt landið er. Í Teheran er snjór og skíðaveður en hundrað kílómetrum sunnar er eyðimörk og stuttbuxnaveður. Hver einasta borg er ólík þótt þær eigi það allar sameiginlegt að vera með brjálaða umferðarmenningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum