fbpx
Menning

Meistarar dauðans snúa baki við Spotify

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 18:00

Hljómsveitin Meistarar dauðans safnar nú fyrir útgáfu á annarri plötu þeirra, Lög þyngdaraflsins, á Karolinafund.

Hefur hljómsveitin ákveðið að setja plötuna hvorki á Spotify né aðrar streymisveitur nema stöku lag í kynningarskyni.

Fyrir því eru nokkrar ástæður, segja hljómsveitarmeðlimir í tilkynningu sem þeir hafa sent frá sér:

Spotify fer illa með hópfjármögnun

Við stólum annars vegar á að áhugi og velvild almennings standi undir miklum hluta kostnaðar í gegnum hópfjármögnun. Hins vegar gefa streymisveitur eins og Spotify hverjum sem er aðgang að nánast ótakmarkaðri tónlist og fyrir lítinn sem engan pening sem dekkar svo aftur engan kostnað.

Hvers vegna ættu stuðningsaðilar okkar að vera í þeirri stöðu að kjósa á milli þess að leggja pening í fjármögnun eða bíða bara og vona að aðrir borgi? Af þessu leiðir að færri taka þátt og við verðum því að biðja hvern og einn um meira sem er svo enn ósanngjarnara sérstaklega ef við gefum svo plötuna ókeypis næsta dag.

Tónlistarfólk fær lítið sem ekkert út úr Spotify

Fyrsta platan okkar, „Meistarar dauðans“ hefur verið aðgengileg á Spotify síðan hún kom út eða í rúm 2 ár. Lög af henni eru með um það bil 30.000 spilanir en við höfum einungis fengið 10.000 krónur greiddar fyrir það allt í allt. Ein króna fyrir hverjar þrjár spilanir.

Gríðarleg vinna og tími fer í það að læra á hljóðfæri, semja tónlist og framleiða plötu. Við í Meisturum dauðans höfum ausið tíma og pening í menntun og æfingar og leggjum mikla vinnu í lög, texta og útsetningar. Fyrir utan þann kostnað þurfum við að leggja að lágmarki 1-2 milljónir í upptökur og vinnslu á alvöru stúdíóplötu, umslag, útgáfu og kynningar.

Heil plata borgar sig seint fyrir 10.000 kr. annað hvert ár.

Óæskileg þróun fyrir tónlist og tónlistarfólk

Kerfið sem hefur þróast stuðlar þannig að verksmiðjuframleiðslu tónlistar, þar sem krónur á mínútu skipta meira máli en gæði á mínútu. Það leiðir aftur til áherslu á formúluvinnu og sjálfvirkni sem rímar mjög illa við að hópfjármagna metnaðarfulla hljómplötu með vel spilandi hljómsveit á bak við sig.

Minna verður lagt í listræna sýn og þróun hugmynda og hæfileika í tónlist ef lítið eða ekkert er greitt  fyrir sköpun hennar. Það leiðir sjálfkrafa til minni gæða í og við höfum, sem hljómsveit, einfaldlega ákveðið að það samræmist ekki okkar sýn.

Styrkja má útgáfu Lög Þyngdarafslins á Karolinafund hér, en söfnuninni lýkur á miðnætti nú á miðvikudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Menning
Fyrir 2 dögum

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins
Menning
Fyrir 2 dögum

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“
Menning
Fyrir 3 dögum

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli
Menning
Fyrir 3 dögum

MAk leitar að ungum og hæfileikaríkum leikurum

MAk leitar að ungum og hæfileikaríkum leikurum
Menning
Fyrir 4 dögum

Midgard hefst í Laugardalshöll á laugardag

Midgard hefst í Laugardalshöll á laugardag
Menning
Fyrir 4 dögum

Bláklukkur fyrir háttinn sýnt í porti Listasafn Reykjavíkur

Bláklukkur fyrir háttinn sýnt í porti Listasafn Reykjavíkur
Menning
Fyrir 5 dögum

Smáa letrið – Hárbeitt og sjóðandi byltingarþjóð Lindu Vilhjálmsdóttur

Smáa letrið – Hárbeitt og sjóðandi byltingarþjóð Lindu Vilhjálmsdóttur
Menning
Fyrir 5 dögum

Magnús og Jóhann bæta við aukatónleikum í Bæjarbíói

Magnús og Jóhann bæta við aukatónleikum í Bæjarbíói