BBC valdi bestu gamanmyndir sögunnar: Hér eru þær 10 bestu

Sem skartaði meðal annars Marilyn Monroe og Tony Curtis varð hlutskörpust í vali BBC.
Some Like it Hot Sem skartaði meðal annars Marilyn Monroe og Tony Curtis varð hlutskörpust í vali BBC.

Breska ríkisútvarpið, BBC, stóð nýlega fyrir valinu á hundrað bestu gamanmyndum sögunnar. Óhætt er að segja að á listanum kenni ýmissa grasa en að valinu komu 253 kvikmyndagagnrýnendur; 118 konur og 135 karlar frá 52 löndum.

Gagnrýnendurnir voru beðnir um að svara einfaldri spurningu um tíu bestu gamanmyndir sögunnar að þeirra mati. Niðurstöðurnar komu nokkuð á óvart, ef marka má greinarhöfund BBC, því aðeins þrjár myndir af þeim hundrað sem voru valdar voru gerðar á 21. öldinni. The Legend of Ron Burgundy (í 33. sæti) var í efsta sæti af þeim myndum sem framleiddar voru á 21. öldinni. The Hangover var í 98. sæti og Zoolander í 88. sæti.

Hér má sjá 10 efstu myndirnar í vali BBC. Neðst er svo hlekkur á allan listann.

10.) The General – 1926

9.) This is Spinal Tap – 1984

8.) Playtime – 1967

7.) Airplane! – 1980

6.) Life of Brian – 1979

5.) Duck Soup – 1933

4.) Groundhog Day – 1993

3.) Annie Hall – 1977

2.) Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb – 1964

1.) Some Like It Hot - 1959

Listi BBC í heild

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.