fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Menningarverðlaun DV 2016: Tilnefningar í danslist

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 4. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum, en auk þess veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða veitt. Föstudaginn 3. mars hefst netkosning á dv.is sem stendur til miðnættis 14. mars, þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is.


Tilnefningar í danslist

Mynd: Jónatan Grétarsson

Þyri Huld Árnadóttir

Þyri Huld Árnadóttir dansari er tilnefnd fyrir dans sinn í verkinu What a feeling. Þyrí Huld er sterkur og þróttmikill dansari sem er þekkt fyrir sína fumlausu akróbatík. Hún er dansari sem ögrar sér stanslaust í sinni hreyfingaleit, í því hvernig hún pakkar sér saman, beygir sig og fettir á vegu sem annars eru taldir ómögulegir. Í verkinu What a feeling þróast verkið í samvinnu danshöfunda og dansara. Höfundar spyrja spurninga sem dansarinn Þyrí svarar með hreyfingum og túlkun. Útkoman er ótrúlegar sjónhverfingar hauslausrar veru sem snýr hvorki upp né niður, í fyndnum, líkamlega krefjandi og persónulegum sóló.

Mynd: Jeaneen Lund

Katrín Gunnarsdótir

Katrín Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir tvö ólík höfundarverk á einu dansári. Árið 2016 merkti áhugaverða þróun á höfundarferli Katrínar, sem sýndi tvö framúrskarandi dansverk á árinu. Á fyrri hluta ársins frumsýndi hún dansverkið Kviku; áhrifamikið hópverk í einfaldri leikhúsumgjörð. Í Kviku var ferðast í gegnum ýmiss konar hljóð- og líkamsmyndir sem mótuðu upplifun áhorfandans og framkölluðu á vissum stöðum líkamleg viðbrögð hjá honum sjálfum eins og hlátur og ósjálfráða skjálfta. Kvika skildi mikið eftir hjá áhorfandanum, en var um leið opið fyrir mismunandi upplifun og túlkun. Shades of History, frumsýnt að hausti, var þar á móti sólóverk þar sem hreyfing, ljós, hljóð og sviðshönnun vann mjög vel saman. Verkið var eitt dáleiðandi flæði frá upphafi til enda. Áhorfandinn sogaðist óhjákvæmilega með inn í verkið og var svo sleppt með síðustu útöndun dansarans í lok verks.

Mynd: Ian Douglas

Steinunn Ketilsdóttir

Steinunn er tilnefnd fyrir listrænar rannsóknir sem eiga sér fáar fyrirmyndir í dansheiminum á Íslandi. Í verkefninu OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN: Expressions of Expectations, flutti Steinunn röð yfirlýsinga á Reykjavík Dance Festival í nóvember 2016. Yfirlýsingarnar, sem voru jafnt í töluðu máli og líkamsmáli, voru fluttar í viðurvist áhorfenda nokkra daga í röð. Þannig varð framsetning yfirlýsinganna hluti af rannsókninni og rannsóknin hluti af framsetningunni. Viðfangsefni yfirlýsinganna voru væntingar í samhengi sviðslista.

Mynd: DV ehf / Þormar Vignir Gunnarsson

Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur og allar stelpurnar í Grrrrls

Í Grrrrls hleypa Alexandra, Ásta, Dagný, Erla, Gunnhildur, Hrafnhildur, Hrefna, Katla, Lísbet, Marta, Nadja, Ólína, Jóhanna, Rakel, Salóme, Tindrá, Una, Unnur og Valgerður áhorfandanum tæpitungulaust inn í hugarheim sinn, unglingsstúlkunnar. Þær tjá hugðarefni sín í gegnum dans og söng sem er í senn einfaldur, orkumikill og flæðandi. Stúlkurnar eru afslappaðar og tilgerðarlausar, þær geisla af gleði og glettni á sama tíma og þær eru kraftmiklar og töff og afsaka ekki sínar skoðanir. Stúlkurnar eru alls konar, þær eru svona og hinsegin. Þær eru jafningjar. Þær eru framtíðin.

Mynd: Leifur Rögnvaldsson

Helena Jónsdóttir

Helena Jónsdóttir, dans- og kvikmyndagerðarkona, er tilnefnd fyrir brautryðjandastarf í dansmyndagerð á Ísland. Í hátt á annan áratug hefur Helena verið óhrædd við að deila hugmyndum sínum, þekkingu og aðferðum í dansmyndagerð. Hún hefur verið öflug í að skapa þessu listformi, þar sem kvikmyndagerð og danslist mætast, veg og virðingu og byggja það upp. Spor Helenu liggja víða og skiptir þá ekki máli hvort litið er til uppbyggingar náms í lista- og kvikmyndaskólum landsins, námskeiðahalds fyrir dans- og kvikmyndahátíðir, verkefnavals fyrir bíóhús og sjónvarp eða innsetningar í gallerí og leikhús. Er þá ónefnd brúarsmíðin sem felst í að skapa tengsl við hátíðir og framleiðendur á alþjóðavettvangi, en þeim tengslum deilir hún gjarnan með öðrum ungum dansmyndagerðarmönnum. Eftir Helenu liggur fjöldinn allur af dansmyndum. Enn ein rósin í hennar hnappagat er velgengni myndar hennar og Veru Sölvadóttur, Gone, sem hlaut á árinu 2016 fjölda alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga.

Dómnefnd. Karen María Jónsdóttir (formaður), Ólöf Ingólfsdóttir, Margrét Áskelsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum