fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Menningarverðlaun DV 2016: Tilnefningar í leiklist

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 3. mars 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum, en auk þess veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða veitt. Föstudaginn 3. mars hefst netkosning á dv.is sem stendur til miðnættis 14. mars, þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is.

Taktu þátt í kosningunni


Tilnefningar í leiklist

.
Kriðpleir .

Leikhópurinn Kriðpleir

Fyrir handrit og uppfærslu Ævisögu einhvers

Fjórmenningarnir Árni Vilhjálmsson, Bjarni Jónsson, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason sem skipa leikhópinn Kriðpleir eru tilnefndir fyrir handrit sitt að Ævisögu einhvers og uppfærslu leikritsins í Tjarnarbíói. Í þessari fimmtu sýningu hópsins á jafnmörgum árum sýna höfundarnir hversu meistaraleg tök þeir hafa á stíl sínum sem einkennist af ofur hversdagslegum samtölum og lágstemmdum en óborganlegum húmor. Líkt og í fyrri verkum er lagt upp með rannsókn á umfangsmiklum efnivið sem að þessu sinni er íslenska ævisagnahefðin. Fljótlega fer verkið þó að snúast um samskipti þeirra sem á sviðinu eru og dýnamíkina í vináttu þeirra þar sem takast á vandræðagangur, stjórnsemi og eftirsjá í vel heppnaðri túlkun Árna, Friðgeirs og Ragnars.

Gréta Kristín Ómarsdóttir og leikhópur

Fyrir uppfærslu sína á Stertabendu

Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri er tilnefnd ásamt leikhópi sínum fyrir uppfærsluna á Stertabendu eftir Marius von Mayenburg í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Gréta Kristín, sem allt í senn vinnur leikgerðina, þýðir og leikstýrir, nálgast efnið af miklu öryggi og skýrri listrænni sýn. Í verkinu leikur höfundur sér meðvitað með leikhúsið sem miðil en það gerir miklar kröfur til leikaranna og Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þorleifur Einarsson stökkva leikandi létt milli fjölda persóna og kringumstæðna. Leikhópurinn framreiðir tyrfinn textann af leikni, leikgleði og orku en samtímis góðu næmi. Uppsetning Grétu Kristínar á Stertabendu ber með sér ferskan andblæ og er kraftmikil, ögrandi og skemmtileg.

.
Ólafur Egill .

Ólafur Egill Egilsson

Fyrir leikstjórn á Broti úr hjónabandi

Ólafur Egill Egilsson er tilnefndur fyrir leikstjórn á Broti úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman á Litla sviði Borgarleikhússins. Ólafur færir verkið til samtímans, handritið er þétt og þjált og leikstjórnin öguð og úthugsuð. Leikstjórinn og leikararnir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors, leggja markvissa hugsun í handritið, afstaða þeirra er skýr, undirtexta verksins er vel skilað og samleikur þeirra tveggja undir stjórn Ólafs Egils er alveg snilldarlegur. Þetta er mögnuð sýning þar sem hjónabandið er keyrt í gegnum miskunnarlaust þolpróf og ástin tekur á sig ýmsar myndir.

.
Ólafur Ágúst Ólafsson .

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

.
Sean Mackaoui .

Sean Mackaoui og Ólafur Ágúst Stefánsson

Fyrir leikmynd og lýsingu í Horft frá brúnni

Sean Mackaoui og Ólafur Ágúst Stefánsson eru tilnefndir fyrir leikmynd og lýsingu í Horft frá brúnni eftir Arthur Miller. Með frumlegri notkun á hringsviði Þjóðleikhússins og meistaralegri ljósabeitingu rjúfa þeir félagar takmörk leiksviðsins, víkka heim verksins og skapa magnaða kvikmyndastemningu í anda rökkurmynda eftirstríðsáranna sem passar harmleik Arthurs Miller ákaflega vel.

Sólveig Guðmundsdóttir

Fyrir leik sinn í Illsku og Sóleyju Rós ræstitækni

Sólveig Guðmundsdóttir er tilnefnd fyrir leik sinn í Illsku og Sóleyju Rós ræstitækni. Sólveig hefur verið vaxandi leikkona og vakti mikla athygli í verkinu Illsku sem Óskabörn ógæfunnar unnu úr samnefndri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl og settu upp á árinu á Litla sviði Borgarleikhússins. Þar túlkar Sólveig af ástríðu og næmi mótsagnakenndar tilfinningar persónunnar Agnesar. Ekki vakti síður athygli uppfærsla Sólveigar og Maríu Reyndal á leikriti þeirra Sóleyju Rós ræstitækni sem Kvenfélagið Garpur setti upp í Tjarnarbíói. Þar býr Sólveig til heila manneskju á sviðinu, með karakter og sögu, sérstakan talsmáta, stóra og smáa takta og kæki, vitsmuni, veikleika og styrkleika, djúpstæða réttlætiskennd en líka djúpstæða minnimáttarkennd og lætur áhorfendur bæði gráta og hlæja með sér.

Dómnefnd: Silja Aðalsteinsdóttir (formaður), Bryndís Loftsdóttir og Silja Björk Huldudóttir.

.
Sólveig Guðmundsdóttir .

Hver á að hljóta lesendaverðlaun dv.is – Taktu þátt í kosningunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum