fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Fyrsti samkynhneigði karakterinn í Disney-mynd birtist í Fríðu og Dýrinu

LeFou á að vera opinskátt samkynhneigður í endurgerðinni – En munu áhorfendur taka eftir því?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. mars 2017 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita hefur Disney nú endurgert leikna útgáfu af klassísku teiknimyndinni Beauty and the Beast, betur þekktri hér á landi sem Fríða og Dýrið. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að eitt verði þó nýtt af nálinni við nýju myndina.

LeFou, skósveinn óþokkans Gaston, verður víst opinskátt samkynhneigður og mun það vera í fyrsta skipti sem það gerist í sögu Disney.

Leikstjórinn Bill Condon, sem sjálfur er samkynhneigður, segir í samtali við tímaritið Attitude að LeFou muni fá að eiga sín samkynhneigðu augnablik.

Svona birtist LeFou, skósveinn Gastons, áhorfendum í upprunalegu teiknimyndinni.
Skósveinninn Svona birtist LeFou, skósveinn Gastons, áhorfendum í upprunalegu teiknimyndinni.

„Einn daginn vill hann verða Gaston og þann næsta vill hann kyssa Gaston,“ bætti hann við. „Þarna er um að ræða karakter sem er að uppgötva að hann hafi þessar langanir.“

New York Times hefur eftir einstaklingi sem séð hefur myndina að þessi svokölluðu „samkynhneigðu augnablik“ séu það óljós að áhorfendur séu líklegir til að missa af þeim.

Telegraph greinir frá því að LeFou sé ekki eina samkynhneigða tengingin í Fríðu og Dýrinu því myndin sé tileinkuð minningu Howards Ashman, sem samdi texta við lögin í upprunalegu teiknimyndinni frá árinu 1991. Ashman, sem var samkynhneigður, lést úr alnæmi aðeins fertugur að aldri átta mánuðum áður en myndin kom út.

Framleiðandi upprunalegu myndarinnar Don Hahn lét eitt sinn hafa eftir sér að lagið Kill the Beast væri nánast myndlíking fyrir baráttu Ashmans við sjúkdóminn, á tímum þegar afar neikvæð félagsleg stimplun fylgdi HIV og alnæmi.

Hér fyrir neðan má sjá stikluna úr endurgerðinni og þar fyrir neðan lagið Kill the Beast úr upprunalegu teiknimyndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta