fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Lærði um ástina við gerð leikritisins

Jenný Lára Arnórsdóttir er hugmyndasmiður og aðalleikkona heimildaleikritsins Elska – Byggt á ástarsögum fimm norðlenskra para

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugmynd kviknaði eftir að ég fór á námskeið um vinnslu leiksýninga í sögumannsstíl. Þar vorum við að vinna með sögur forfeðra og formæðra okkar. Ég fann sögu af því hvernig langamma mín og langafi kynntust og fóru að vera saman. Þá fór ég mikið að hugsa um hvernig allt virðist vera svo einfalt og auðvelt í gömlum ástarsögum – ólíkt því hvernig mér sýndist þetta vera í dag. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort þetta hefði í raun og veru verið svona auðvelt og hvort ástarsambönd hefðu þá breyst svona mikið í gegnum í tíðina,“ segir Jenný Lára Arnórsdóttir, leikkona og einn höfunda heimildasýningarinnar Elska – Ástarsögur Norðlendinga sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar.

Sýningin er unnin beint upp úr viðtölum við fimm norðlensk pör, á mismunandi aldri, með mismunandi bakgrunn og lífsskoðanir, sem eiga það þó öll sameiginlegt að vera í farsælum ástarsamböndum. Ásamt Jennýju leikur Jóhann Axel Ingólfsson í verkinu og það er Agnes Wild sem leikstýrir.

Hvað lætur sambandið virka?

„Eins og margir í kringum mig hafði ég verið að brasa við að vera í samböndum, og þau gengu mjög misvel hjá fólki. Svo er ég sjálf skilnaðarbarn og hafði því aldrei verið með neina sérstaka fyrirmynd að samböndum sem virkuðu. Ég var því mikið að velta fyrir mér hvað það væri sem gerði það að verkum að ákveðin sambönd virkuðu en önnur ekki,“ segir Jenný.

„Ég ákvað að leita að fólki í öllum aldurshópum, bæði eldra fólki sem hefur verið í sambandi í áratugi og ungum pörum um tvítugt – við þekkjum öll einhver pör sem allir virðast vissir um að muni endast saman. Það var enginn sem bauð sig fram að fyrra bragði en ég fékk margar ábendingar. Ég hafði samband og ef fólk samþykkti að taka þátt fór ég í heimsókn og við spjölluðum um sambandið, allt frá upphafi og til dagsins í dag. Ég spurði um erfiðustu tímabilin í sambandinu, mestu gleðistundirnar og allt þar á milli. Við snertum á svipuðum hlutum í öllum viðtölunum þannig að það eru ákveðnir þræðir sem tengja þau saman í sýningunni. Við byrjum á því að heyra hvernig pörin kynntust, heyrum svo um það erfiðasta sem þau hafa upplifað og svo framvegis.“

Þú segir að þú hafir verið að velta þessu fyrir þér vegna eigin erfiðleika með að tolla í samböndum. Komst þú að einhverju persónulegu í þessu ferli?

„Fyrir svona þremur árum hélt ég vinnustofu hjá Leikfélagi Akureyrar, og þá byrjaði ég að vinna úr fyrstu viðtölunum fyrir alvöru. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað væri sameiginlegt með þessu fólki. Það var þarna sem ég komst að því að ég sjálf væri líklega ekki nógu þolinmóð í samböndunum,“ segir Jenný Lára og hlær.

Þolinmæði, svigrúm og traust

„Mér fannst allir eiga það sameiginlegt að þeir sýndu þolinmæði, fólk gaf hvert öðru svigrúm og leyfði hinum aðilanum að vera hann sjálfur. Svo er traust auðvitað alltaf mikilvægt,“ segir hún. „Að velta þessu fyrir mér breytti miklu fyrir mig persónulega því þremur mánuðum seinna hitti ég manninn minn – og við erum ennþá saman í dag.“

Eitt af því sem þú sagðist hafa verið að velta fyrir þér er hvort ástarsambönd hafi á einhvern hátt verið einfaldari á tímum langömmu þinnar og langafa. Komstu að einhverri niðurstöðu hvað það varðar?

„Ég held að þau hafi ekki verið einfaldari, en það er eins og fólk hafi kannski verið meira tilbúið til að takast á við vandamálin, frekar en að hlaupa bara í burtu frá þeim.“

Sýningin fékk góðar undirtektir þegar hún var sýnd í nóvember í fyrra í Hofi og var því ákveðið að halda eina aukasýningu í Samkomuhúsinu á föstudag.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Þetta er algjör „feel-good“ sýning og áhorfendur ganga út með bros á vör og hamingju í hjartanu. Þótt þetta sé frekar tilraunakennt leikhús þá virðist þetta höfða til margra og okkur heyrist hinn almenni áhorfandi vera mjög ánægður. Hins vegar hefur ekki tekist að fá gagnrýnendur á sýninguna – það getur verið svolítið erfitt hér fyrir norðan, sérstaklega þegar maður er í sjálfstæðum leikhóp sem er bara að sýna í samstarfi við Leikfélagið.“


Elska – Ástarsögur Norðlendinga verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri Laugardaginn 18. mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í