fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Mike Connors úr Mannix látinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Connors er látinn, 91 árs. Hann átti sex áratuga feril sem leikari. Hann var langþekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mannix þar sem hann lék einkaspæjarann Joe Mannix. Mannix var gefinn fyrir flotta bíla og fór eigin leiðir, mjög óhefðbundnar, við lausn erfiðra mála. Hann lenti oft í hættulegum aðstæðum og komst ótal sinnum í lífshættu en allt fór vel að lokum.

Connors lék Mannix á árunum 1967–1975 en þættirnir voru sýndir á CBS sjónvarpsstöðinni. Þættirnir gengu ekki vel í byrjun og sjónvarpsstöðin hugðist taka þá af dagskrá, en leikkonan Lucy Ball, sem var einn af framleiðendum þáttanna, taldi CBS á að gefa þáttunum tækifæri. Hún hafði á réttu að standa því áhorfið jókst og þættirnir slógu í gegn. Connors var fjórum sinnum tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum og hreppti verðlaunin árið 1969.

Ólíkt ýmsum þekktum stjörnum lét Connors sér nægja að ganga einu sinni í hjónaband. Árið 1949 kvæntist hann Mary Lou Willey sem lifir hann. Þau eignuðust tvö börn, dóttur og son. Sonurinn, sem nú er látinn, greindist með geðklofa fimmtán ára gamall. Eftir það var faðir hann iðinn við að ræða opinberlega um þá fordóma sem geðsjúkir mæta.

Síðasta hlutverk sitt lék Connors árið 2007 þegar hann kom fram í einum þætti Two and a Half Men.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð