fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

„Ég get ómögulega tekið við þessu“

Adele hlaut fimm Grammy-verðlaun en taldi Beyoncé frekar eiga þau skilin

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adele hlaut flest verðlaun allra á 59. Grammy-tónlistarverðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles á sunnudagskvöld. Verðlaunin eru veitt í yfir 80 flokkum en Adele var atkvæðamest og hlaut fimm verðlaun, meðal annars fyrir besta lag og bestu smáskífu ársins, Hello og bestu breiðskífuna, 25.

Þegar Adele tók við verðlaununum sagði hún þó að stalla hennar, Beyoncé, ætti verðlaunin frekar skilin fyrir plötuna Lemonade sem kom út fyrr á þessu ári. „Ég get ómögulega tekið við þessum verðlaunum,“ sagði Adele. „Ég er upp með mér og mjög þakklát, en Beyoncé er líf mitt,“ sagði hún.

Beyoncé hlaut tvenn verðlaun, fyrir besta tónlistarmyndbandið og bestu plötuna í flokknum borgartónlist samtímans (e. Urban contemporary music). Þrátt fyrir að vera ólétt að tvíburum kom hún einnig fram á hátíðinni og söng tveggja laga syrpu og var með atriði uppfullt af trúarlegu myndmáli og upphafningu á móðurhlutverkinu.

Önnur atriði sem vöktu sérstaka athygli voru flutningur rappsveitarinnar A tribe called quest á laginu „We the people“ en lagið er beinskeytt ádeila á stefnu Bandaríkjanna í innflytjendamálum um þessa mundir, en málefnið stendur meðlimunum nærri enda eru þeir múslimar, og samstarf Lady Gaga og Metallica sem fluttu lagið „Moth of Flame“ af nýjustu plötu þungarokkhljómsveitarinnar. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því hljóðnemi söngvarans James Hetfeld nam ekki neitt hljóð og varð atriðið því allt hið vandræðalegasta.

David Bowie hlaut fern verðlaun fyrir síðustu plötu sína Blackstar og Chance, the Rapper, hlaut þrenn verðlaun meðal annars sem besti nýliðinn og fyrir bestu rappplötuna. Djassgítarleikarinn John Scofield fékk tvenn verðlaun, eins og saxófónleikarinn Ted Nash, rapparinn Drake, trúarsöngkonan Hillary Scott og fleiri.

Einn Íslendingur á hlut í einum verðlaunagripnum í ár, en Kristinn Sigmundsson tók þátt í uppsetningu Los Angeles-óperunnar á Draugunum í Versölum (e. The Ghosts of Versailles) eftir John Coigliano. Upptaka af flutningnum var valin besta óperuupptaka ársins og hlaut enn fremur verðlaun fyrir bestu upptökustjórn á plötu í flokki sígildrar tónlistar.

Einnig vakti athygli að poppsöngkonan Rihanna sem hafði fengið næstflestar tilnefningar á eftir Beyoncé, eða átta talsins, fór tómhent heim. Hún lét það hins vegar ekki á sig fá, sötraði reglulega úr demantaskreyttum áfengispela í sæti sínu og virtist skemmta sér konunglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“