Vicky með nýjan rokkslagara

Hljómsveitina skipa Eygló Scheving, Karlotta Laufey Halldórsdóttir, Ástrós Jónsdóttir, Baldvin Freyr Þorsteinsson og Orri Guðmundsson.
Vicky Hljómsveitina skipa Eygló Scheving, Karlotta Laufey Halldórsdóttir, Ástrós Jónsdóttir, Baldvin Freyr Þorsteinsson og Orri Guðmundsson.

Íslenska hljómsveitin Vicky gefur í dag út splunkunýtt lag sem er það fyrsta síðan platan þeirra Cast a Light kom út árið 2011.

Hljómsveitin vakti á sínum tíma mikla athygli hérlendis og á erlendri grundu. Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og fyrsta smáskífan af þeirri plötu, Blizzard, var mikið spiluð í útvarpi og sat lengi í toppsæti vinsældarlista.

Í kjölfarið fór sveitin í tónleikaferðalög, meðal annars til Kína og Bandaríkjana. Árið 2011 kom svo önnur plata Vicky út, Cast a Light. Sú plata fékk virkilega góða dóma og var til dæmis á lista The Rolling Stone Magazine yfir bestu "under the radar" plötur það árið. Platan fékk einnig góðar viðtökur hér á landi.

Lagið Feel Good dvaldi margar vikur á toppi vinsældalista X-977 og hlaut góða spilun á flestum öðrum útvarpsstöðum. Nýja lagið, Run from Me, er poppaður rokkslagari sem sýnir að bandið hefur engu gleymt og stefnir á útgáfu þriðju breiðskífunnar með vormánuðum 2018. Lagið er tekið upp í stúdíó Hljóðverk og sá Einar Vilberg um upptöku og eftirvinnslu.

Vicky skipa Eygló Scheving, Karlotta Laufey Halldórsdóttir, Ástrós Jónsdóttir, Baldvin Freyr Þorsteinsson og Orri Guðmundsson.

Hér að neðan má hlusta á lagið Run From Me:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.