Handritið að Föngum tilnefnt til verðlauna

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir handrit í flokki dramatískra sjónvarpsþáttaraða á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, Nordisk Film og TV fund. Þáttaraðir frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi hafa einnig hlotið tilnefningu.

Greint var frá þessu í morgun á heimasíðu Nordisk Film & TV Fond en þáttaraðirnar fimm verða sýndar á hátíðinni. Sigurvegarinn, sem krýndur verður þann 2. febrúar næstkomandi hlýtur 2,5 milljónir króna í verðlaunafé.

Dómnefndina skipa sænski kvikmyndaframleiðandinn Lars Blomgren, sænsk-bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Guðrún Giddings, Isabelle Péchou, stofnandi The Drama Agency, og finnski blaðamaðurinn Leena Virtanen.

Þáttaröðin Fangar eru nú í sýningu á RÚV. Fyrstu tveir þættirnir, af sex, hafa verið sýndir.

Tilnefningarnar fimm hlutu:

Svíþjóð: Bonusfamiljen

Tilnefndur handritshöfundur: Jesper Harrie
Leikstjórar: Felix Herngren, Emma Bucht and Martin Persson

Noregur: Nobel

Tilnefndir handritshöfundar: Mette. M. Bølstad and Stephen Uhlander
Leikstjórar: Director: Per-Olav Sørensen

Ísland: Fangar

Tilnefndir handritshöfundar: Ragnar Bragason and Margrét Örnólfsdóttir
Leikstjóri: Ragnar Bragarson

Danmörk: Der kommer en dag

Tilnefndur handritshöfundur: Søren Sveistrup
Leikstjórn: Jesper W. Nielsen

Finnland: Myrskyn Jälkeen

Tilnefndur handritshöfundur: Kaarina Hazard and Leea Klemola
Leikstjóri: Leea Klemola

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.