Menning

Handritið að Föngum tilnefnt til verðlauna

Ritstjórn DV skrifar
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 13:30

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir handrit í flokki dramatískra sjónvarpsþáttaraða á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, Nordisk Film og TV fund. Þáttaraðir frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi hafa einnig hlotið tilnefningu.

Greint var frá þessu í morgun á heimasíðu Nordisk Film & TV Fond en þáttaraðirnar fimm verða sýndar á hátíðinni. Sigurvegarinn, sem krýndur verður þann 2. febrúar næstkomandi hlýtur 2,5 milljónir króna í verðlaunafé.

Dómnefndina skipa sænski kvikmyndaframleiðandinn Lars Blomgren, sænsk-bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Guðrún Giddings, Isabelle Péchou, stofnandi The Drama Agency, og finnski blaðamaðurinn Leena Virtanen.

Þáttaröðin Fangar eru nú í sýningu á RÚV. Fyrstu tveir þættirnir, af sex, hafa verið sýndir.

Tilnefningarnar fimm hlutu:

Svíþjóð: Bonusfamiljen

Tilnefndur handritshöfundur: Jesper Harrie
Leikstjórar: Felix Herngren, Emma Bucht and Martin Persson

Noregur: Nobel

Tilnefndir handritshöfundar: Mette. M. Bølstad and Stephen Uhlander
Leikstjórar: Director: Per-Olav Sørensen

Ísland: Fangar

Tilnefndir handritshöfundar: Ragnar Bragason and Margrét Örnólfsdóttir
Leikstjóri: Ragnar Bragarson

Danmörk: Der kommer en dag

Tilnefndur handritshöfundur: Søren Sveistrup
Leikstjórn: Jesper W. Nielsen

Finnland: Myrskyn Jälkeen

Tilnefndur handritshöfundur: Kaarina Hazard and Leea Klemola
Leikstjóri: Leea Klemola

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af