fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Búggí með Helga „fokking“ Björns

Boogie Trouble og Helgi Björnsson leiða saman hesta sína á Innipúkanum

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

stuðbandið spilar með goðsögninni.
Boogie Trouble stuðbandið spilar með goðsögninni.

Það er orðin hefð að etja saman ungri, ferskri hljómsveit og eldri goðsögn úr íslensku tónlistarlífi á tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem haldin er árlega í Reykjavík um verslunarmannahelgina til höfuðs útihátíðum landsins. Gríalappalísa og Megas, Moses Hightower og Þú og Ég og Amabadama og Jakob Frímann Magnússon hafa þannig leitt saman hesta sína, en í ár eru það dans- og diskósveitin Boogie Trouble og Helgi Björnsson sem stíga á stokk saman.

Sindri Freyr Steinsson, gítarleikari Boogie Trouble, segir að hljómsveitin muni leggja sig fram við að vera eins sexý og mögulegt á sviðinu – enda muni þau deila því með „Helga fokking Bjöss.“

Við höfum setið sveitt við æfingar síðan á mánudag á meðan Helgi hefur verið að sóla sig á Ítalíu.

„Undirbúningur hefur gengið fínt. Við höfum verið í samskiptum netleiðis við Helga sem hefur verið á Ítalíu undanfarið og búið til settlista. Svo höfum við setið sveitt við æfingar síðan á mánudag á meðan Helgi hefur verið að sóla sig á Ítalíu. Hann náttúrulega kann þetta. Svo er maraþonæfing í kvöld, generalprufa. Þetta lofar mjög góðu,“ segir Sindri Freyr en á lagalistanum verða lög Boogie Trouble auk nokkurra helstu slagara Helga af viðburðaríkum ferlinum.

„Við höfum verið að velta fyrir okkur ýmsum útgáfum og undirbúið sum lög í nokkrum mismunandi útgáfum sem að Helgi fær svo að velja úr. Sumt gengur upp með meira búgí og meiri „four on the floor“ bassatrommu en annað ekki. Við styðjumst þó mest við upprunalegu útsetningarnar þó við séum ekki að fylgja þeim 100%“ segir hann.

Tengsl Sindra við tónlist Helga Björns nær þó lengra aftur, enda lærða hann um hríð hjá hljómsveitarfélaga Helga, Rúnari Þórissyni, gítarleikara Grafíkur.

„Rúnar kenndi mér á klassískan gítar og rokk og ról í nokkur ár þegar ég var pjakkur. Ég og félagi minn sem vorum í tímum hjá honum vorum hinsvegar á þeim tíma óforskammaðir hortittir sem nenntu ekki að æfa sig nóg og komumst ekki mikið lengra en að taka Lónlí Blúbojs lög á elliheimilinu Grund. Rúnar var frábær kennari, passlega strangur sem eftir á að hyggja er kostur. Við vorum hinsvegar glataðir nemendur. Svo fattar maður hvað hann er frábær rokkgítarleikari þegar maður hlustar og reynir að hafa eftir Grafík katalóginn. Mjög lúmskar, öðruvísi og úthugsaðar hljómapælingar sem ég er að reyna að fatta og þetta JazzChorus sánd er klassískt fyrir þetta tímabil.“

Innpúkinn hefst á Húrra í kvöld. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni eru Valdimar, Emmsjé Gauti, Friðrik Dór og Grísalappalísa. Allar upplýsingar um dagskrána og miða má nálgast á tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður