fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Í draumahlutverkinu

Elmar Gilbertsson fer með stórt hlutverk í óperunni Évgení Onegin – Óperan er sungin á rússnesku

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 20. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elmar Gilbertsson fer með hlutverk Vladimirs Lenskí í óperunni Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky sem frumsýnd verður í Hörpu laugardaginn 22. október. Fyrr á þessu ári söng Elmar í Hörpu hlutverk Don Ottavio í Don Giovanni.

Elmar er spurður um hlutverk Lenskí og segir: „Oft eru andstæður í óperum. Í Don Giovanni var teflt saman sem andstæðum hinum hjartahreina og heiðarlega Don Ottavio og flagaranum Don Giovanni. Hér er svipað á ferð, aðalsmaðurinn Onegin er skúrkurinn og hinn lægra setti Lenskí er andstæða hans. Lenskí er ungur rómantískur maður og skáld sem þekkir ekki þann heim sem Onegin lifir í. Lenskí er trúlofaður Olgu, en hún er systir Tatjönu sem elskar Onegin. Eftir að Onegin daðrar við Olgu verður einvígi milli þeirra tveggja.“

Alls konar túlkun

Elmar segir hlutverk Lenskí vera draumhlutverk fyrir sig. „Ég hef beðið lengi eftir að syngja þetta hlutverk sem hefur allt til að bera. Í söngnámi mínu byrjaði ég mjög snemma að syngja aríu Lenskí, Kuda, kuda, og þá vissi ég að ég ætti eftir að syngja þetta hlutverk, það væri bara spurning hvenær.

Þetta er gott, lýrískt tenórhlutverk sem allir vilja syngja. Ég finn mig vel í því og það er hægt að gera svo mikið við það. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða viljandi gert að Lenski fær að syngja allar fallegustu línurnar í þessari óperu.

Þetta er líka draumahlutverk að því leyti að karakterinn er mjög áhugaverður. Lenskí er ástfanginn upp fyrir haus og síðan daðrar Onegin við unnustu hans og hann verður afbrýðisamur og reiður og skorar þennan andstæðing sinn á hólm. Það er hægt að gera svo margt við þetta hlutverk og það býður upp á ýmiss konar túlkun. Afbrýðisemi Lenskí má til dæmis þróa þannig að hún stigmagnist en gjósi ekki bara upp allt í einu.“

Elmar og Nathalía Druzin Halldórsdóttir.
Lenskí og Olga Elmar og Nathalía Druzin Halldórsdóttir.

Mynd: © Jóhanna Ólafsdóttir

Sungið á rússnesku

Það vekur athygli að óperan er flutt á rússnesku, en íslenskum og enskum þýðingum er varpað á skjá. „Það hefur verið ögrandi að vinna þetta hlutverk, sérstaklega vegna rússneskunnar sem er ekki auðveld,“ segir Elmar. „Maður þarf alltaf að vita upp á hár um hvað maður er að syngja. Auðvitað síast það smám saman inn en maður stendur sig að því að þurfa að fletta upp orðum. Svo hef ég setið sveittur við að ná framburðinum með aðstoð þjálfara. Sem dæmi má nefna að það eru átta mismunandi s-hljóð í rússnesku þannig að þetta er glíma. Maður er búinn að syngja í gegnum hlutverkið oft og mörgum sinnum og gerir alltaf sömu vitleysuna. Það er ekki fyrr en maður er búinn að gera vitleysuna sem maður áttar sig á mistökum sínum. En maður er á réttri leið þegar maður uppgötvar það sjálfur.“

Tónlist Tchaikovsky hefur glatt kynslóðir, jafnt þessi ópera hans sem önnur tónlist. Elmar er spurður um skoðun sína á tónskáldinu. „Hann nær að gæða sögur ótrúlegu lífi, eins og í þessari frægustu óperu sinni og svo er öll hin tónlistin, ballettarnir og hljómsveitarverkin. Það er eitt orð yfir Tchaikovsky: Snillingur. Svona snillingar eru yfirleitt erfiðir og sjálfur var hann mjög flókinn persónuleiki.“

Elmar, sem er búsettur í Hollandi, hefur sungið í óperusölum víða um heim. Hann er spurður hvernig sé að syngja í Hörpu. „Það er dásamlegt að syngja í þessum sal sem er fyllilega samanburðarhæfur við bestu tónleikasali úti í heimi.“

Fjölmörg verkefni bíða Elmars eftir sýningar á Évgení Onegin og þar má nefna hlutverk í Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart í Toulon, Rínargullinu eftir Wagner í Hamborg og Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í Nantes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United