Hafði ekki hugmynd um skuggalegar hliðar kærastans

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Fimmtudaginn 21. september 2017 15:00

„Ég vissi að það væri eitthvað bogið við hann en ég gat ekki fest fingur á það,“ segir Holly Eudy, fyrrverandi kærasta bandaríska raðmorðingjans Todd Kohlepp. Holly ræðir samband sitt við Todd í viðtali við Inside Edition en þar segist Holly ekki hafa haft hugmynd um skuggalegar hliðar hans.

Todd var fyrr á þessu ári dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi eftir að hafa játað á sig sjö morð. Morðin framdi hann á þrettán ára tímabili í Suður-Karólínu, en hann var handtekinn í fyrrahaust eftir að kona fannst hlekkjuð í geymsluskúr á landareign hans.

Fyrst myrti hann fjóra starfsmenn vélhjólaverslunar árið 2003, síðan myrti hann ung hjón árið 2015 sem unnu fyrir hann og loks myrti hann 32 ára karlmann í ágúst í fyrra. Það var kærasti konunnar sem fannst hlekkjuð á landareign hans.

Í viðtalinu við Inside Edition segir Holly að hún hafi verið kærasta Todds í tíu ár. „Hann veitti mér mikla athygli og lét mér líða eins og ég væri mikilvæg,“ segir hún. Hún segir einnig í viðtalinu að hún velti fyrir sér hvort hún hefði orðið næsta fórnarlamb hans, án þess þó að fara dýpra ofan í þann grun sinn.

Todd hafði áður komist í kast við lögin en árið 1986 rændi hann fjórtán ára stúlku í borginni Tempe í Arizona. Todd ógnaði henni með skotvopni, ók með hana heim til sín þar sem hann nauðgaði henni. Hann skutlaði stúlkunni svo heim til sín og hótaði að drepa hana ef hún segði frá. Lögreglan hafði hendur í hári Todds eftir árásina og var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Árið 2001 var honum sleppt úr fangelsi og fluttist hann þá til Suður-Karólínu þar sem morðin voru framin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 4 dögum síðan
Hafði ekki hugmynd um skuggalegar hliðar kærastans

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Fókus
Fyrir 5 mínútum síðan
Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

„Hún var alltaf svo happy þetta helvíti“: Edda Björgvins sýnir á sér hina hliðina

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Hún var alltaf svo happy þetta helvíti“: Edda Björgvins sýnir á sér hina hliðina

Gilbert gaf fátækum börnum skó

Sport
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Gilbert gaf fátækum börnum skó

Ruðningsstjörnur styðja íslenska landsliðið í kvöld

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Ruðningsstjörnur styðja íslenska landsliðið í kvöld

Er Sindra í nöp við feitar konur?

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Er Sindra í nöp við feitar konur?

Hildur orðlaus yfir viðbrögðunum

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Hildur orðlaus yfir viðbrögðunum

Jón Valur var handtekinn á Kastrup flugvelli: „Þetta var leiðinlegt og niðurlægjandi frá upphafi til enda“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Jón Valur var handtekinn á Kastrup flugvelli: „Þetta var leiðinlegt og niðurlægjandi frá upphafi til enda“

Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Mest lesið

Ekki missa af