Fókus

Sóli Hólm og Viktoría Hermanns trúlofuð

Auður Ösp
Þriðjudaginn 26. júní 2018 13:18

Ljósmynd/Facebook

Sóli Hólm útvarpsmaður og skemmtikraftur og og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir eru trúlofuð. Sóli greindi frá þessum gleðitíðindum á facebooksíðu sinni fyrir stuttu og í kjölfarið hefur hamingjuóskum rignt yfir parið.

Sóli og Viktoría hafa verið saman síðan árið 2016 en þau fóru á dögunum í frí til Parísar sem átti eftir að taka óvænta stefnu líkt og Sóli greinir frá í færslu sinni. Þar birtir hann jafnframt meðfylgjandi mynd og eins og sjá má leynir ástin sér ekki hjá parinu.

„Þessi Parísarferð er búin að vera dásamleg en henni átti að ljúka í gær. Eitthvað voru örlögin á móti því þar sem við tókum ranga rútu á flugvöllinn og enduðum í Beauvais og misstum af fluginu okkar heim. Sennilega var þetta bara ábending um að við gætum ekki farið heim ótrúlofuð,“

ritar Sóli en bætir síðan við að vísu sé hann ekki búinn að biðja tengdaföður sinn um leyfi til að biðja um hönd Viktoríu. Viktoría hafi að engu að síður sagt já og bindur parið vonir við að komast heim í kvöld.

DV óskar turtildúfunum innilega til hamingju með áfangann.

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Fullt hús á forsýningu Crimes of Grindenwald – Íslendingar áberandi á hvíta tjaldinu

Fullt hús á forsýningu Crimes of Grindenwald – Íslendingar áberandi á hvíta tjaldinu
Fókus
Í gær

Elín Kára – „Myndi þér líða vel ef Vigdís Finnboga kæmi í heimsókn?“

Elín Kára – „Myndi þér líða vel ef Vigdís Finnboga kæmi í heimsókn?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sæborg segist oft koma út úr skápnum: „Ég er rangkynjuð og mér líður ömurlega“

Sæborg segist oft koma út úr skápnum: „Ég er rangkynjuð og mér líður ömurlega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Tvískinnung – „Magnað sjónarspil á köflum“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Tvískinnung – „Magnað sjónarspil á köflum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elín Kára – „Dagur 1 – tiltekt“

Elín Kára – „Dagur 1 – tiltekt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valdimar segist ekki á Tinder: „Ég kom ekki nálægt því“

Valdimar segist ekki á Tinder: „Ég kom ekki nálægt því“