Fókus

Sóli Hólm og Viktoría Hermanns trúlofuð

Auður Ösp
Þriðjudaginn 26. júní 2018 13:18

Ljósmynd/Facebook

Sóli Hólm útvarpsmaður og skemmtikraftur og og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir eru trúlofuð. Sóli greindi frá þessum gleðitíðindum á facebooksíðu sinni fyrir stuttu og í kjölfarið hefur hamingjuóskum rignt yfir parið.

Sóli og Viktoría hafa verið saman síðan árið 2016 en þau fóru á dögunum í frí til Parísar sem átti eftir að taka óvænta stefnu líkt og Sóli greinir frá í færslu sinni. Þar birtir hann jafnframt meðfylgjandi mynd og eins og sjá má leynir ástin sér ekki hjá parinu.

„Þessi Parísarferð er búin að vera dásamleg en henni átti að ljúka í gær. Eitthvað voru örlögin á móti því þar sem við tókum ranga rútu á flugvöllinn og enduðum í Beauvais og misstum af fluginu okkar heim. Sennilega var þetta bara ábending um að við gætum ekki farið heim ótrúlofuð,“

ritar Sóli en bætir síðan við að vísu sé hann ekki búinn að biðja tengdaföður sinn um leyfi til að biðja um hönd Viktoríu. Viktoría hafi að engu að síður sagt já og bindur parið vonir við að komast heim í kvöld.

DV óskar turtildúfunum innilega til hamingju með áfangann.

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fókus
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“