fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Garðar hraunar yfir Edduna: Erum við að framleiða hræðilegt sjónvarp?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 18:00

Garðar Örn Arnarson. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn og framleiðandinn Garðar Örn Arnarson (Körfuboltakvöld og Seinni bylgjan á Stöð 2) er hundóánægður með tilnefningar til Eddunnar í ár sem tilkynntar voru í dag. Garðar skrifar á Twitter:

„Það er bara í alvöru verið að tilnefna Krakkafréttir, Áramótaskaup, Kiljuna, Stundina okkar og Með okkar augum 10. árið í röð? Annaðhvort erum við (Ísland) að framleiða hræðilegt sjónvarp eða sama fólkið er í valnefnd 10 ár í röð. Og ég veit að fyrri valmöguleikinn er ekki réttur þannig.“

Garðar segir að margt gott efni hafi verið framleitt bæði á Stöð 2 og RÚV í ár sem ekki hafi fengið náð fyrir augum íhaldssamrar valnefndar. Hann skrifar:

„Fullt af góðu stöffi frá RÚV sem ekki fékk tilnefningu í ár. Sama með Stöð 2, fullt af góðu þar sem ekki var tilnefnt. Nota bene: Enginn biturleiki hér þar sem ég sendi ekkert inn í ár en ég sá allt sem var sent inn og margt frá báðum stöðvum töluvert betra en það sem er tilnefnt.”

Að lokum segir Garðar:

„Hef ekkert a móti þessum þáttum sem ég nefndi. Flottir þættir. En punkturinn er sá að þetta er ekki í þeim klassa að þetta séu allt bestu 3 þættir ársins í 10 ár í röð!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir