Eldur kom upp í leikskólanum Árborg í Árbæ um kl. 13:00 í dag. Leikskólinn var rýmdur í kjölfarið. Engan sakaði og búið er að flytja börn og starfsmenn af svæðinu. Kemur þetta fram á Facebook-síðu lögreglunnar í Reykjavík. Í frétt RÚV af málinu kemur fram að eldurinn hafi verið slökktur. Talsverðar skemmdir eru í eldhúsinu vegna eldsins og af völdum reyks. Var reykræst um hálftvö-leytið.