Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þessa bifreið í akstri á dögunum og ætti það í raun ekki að koma neinum á óvart. Lögreglan sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni og af færslunni að dæma virðast sumir ökumenn vera hreinlega húðlatir þegar kemur að því að skafa.
„Lögreglumönnunum sem voru í eftirliti blöskraði þessa sjón og stöðvuðu bílinn snarlega,“ segir í færslunni en eins og sjá má var bíllinn svo þakinn snjó að það það rétt sást í sjálfan bílinn.
„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að fara út í umferðina á bílum í svona ástandi er stórhættulegt. Málið var afgreitt með því að viðkomandi var gert að snjóhreinsa bílinn og var svo sektaður.“