fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Kári hringdi í Sigrúnu og bauð henni 100% starf: „Hann er búinn að standa eins og klettur með mér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. desember 2018 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hringdi í Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði starfi sínu sem professor við Háskóla Íslands lausu, og bauð henni fullt starf. Sigrún hefur unnið í hálfu starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu en þáði fullt starf með þökkum.

Fréttablaðið greinir frá þessu.

DV greindi frá því í morgun að Sigrún, sem gegnt hefur stöðu prófessors í líftölfræði við læknadeild skólans, hefði sagt upp starfi sínu við skólann vegna viðbragðaleysis skólayfirvalda við áreitni samstarfsmanns hennar.

„Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin. Sumarið 2016 lýsti ég áhyggjum yfir erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi af völdum yfirmanns míns í starfsmannaviðtali. Engin viðbrögð fylgdu þeirri kvörtun, ástandið versnaði ört og þegar það var loks orðið óbærilegt svaraði ég fyrir mig og löðrungaði yfirmanninn. Þá fyrst brást Háskólinn við en á allt annan máta en mig óraði fyrir. Þrátt fyrir að ég sýndi margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti var engin tilraun gerð til að rannsaka málið. Ég var rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Þegar ég neitaði að hlýða var mér hótað áminningu sem HÍ neyddist þó til að láta niður falla enda málið allt á sandi byggt,“ sagði Sigrún Helga meðal annars í færslu á Facebook um málið sem vakti mikla athygli.

Sigrún segir við Fréttablaðið að Kári hafi sett sig í samband við hana í morgun og boðið henni fullt starf. Hún varekki lengi að þiggja boðið. „Hann er búinn að standa eins og klettur með mér. Ég þáði starfið um leið, þetta er æðislegur vinnustaður,“ segir Sigrún Helga við Fréttablaðið.

Hún segir Háskóla Íslands ekki hafa haft samband eftir að hún birti færsluna í morgun en fjölmargir hafa sýnt henni stuðning í athugasemdum við færsluna. Meðal þeirra er Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sem sagði: „Þetta er ömurlegt að heyra. Mikil vonbrigði að sjá ekki betur tekið á svona málum innan HÍ. Vel gert hjá þér en skólans er tapið. Baráttukveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?