fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ferðamaðurinn 210 þúsund krónum fátækari eftir ökuferðina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. nóvember 2018 10:50

Lögreglumaður að störfum Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður sem ók Reykjanesbrautina í vikunni mældist á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hraðaksturinn kostaði hann 210 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

„Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, þar á meðal annar ferðamaður sem jafnframt var grunaður um ölvunarakstur en samkvæmt áfengismæli var hann undir mörkum. Þriðji ferðamaðurinn kom svo við sögu hjá lögreglu vegna ölvunaraksturs. Hann var að koma frá Reykjavík og ók áleiðis að Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann var stöðvaður. Honum var gert að greiða 180 þúsund í sekt þar sem mikið áfengismagn mældist í honum.“

Þá segir lögregla að í þremur umferðaróhöppum sem áttu sér stað í umdæminu hafi tjónvaldar stungið af frá vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt